Bílskúrinn: Mögnuð keppni í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júní 2016 23:30 Mercedes liðið fagnaði og Hamilton var augljóslega létt. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í Mónakó, síðasta sunnudag. Red Bull liðið klúðraði keppninni fyrir sínum manni Daniel Ricciardo sem hefði geta komið fyrstur í mark. Hvernig klúðraði Red Bull nánast unninni keppni, hvernig fór Hamilton að því að vinna og hvað var málið með slakan árangur Kimi Raikkonen? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton í bleytunni í Mónakó.Vísir/GettyHamilton hafði það afLewis Hamilton var búinn að bogna og bogna allt tímabilið. Hann hafði ekki unnið keppni síðan hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Austin í Texas í október í fyrra. Daniel Ricciardo reyndi hvað hann gat að komast fram úr Hamilton eftir að Hamilton náði forystunni en allt kom fyrir ekki. Nico Rosberg hleypti liðsfélaga sínum, Hamilton fram úr snemma í keppninni. Þjóðverjinn var einfaldlega ekki að finna taktinn á brautinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes sagði eftir keppnina að bremsuvandamál hafi verið að hrjá báða bíla liðsins en hugsanlega hafi Rosberg fundið meira fyrir því. Hamilton er að því er virðist kominn í sitt gamla horf. Stigamunurinn er orðinn 24 stig, þó enn Rosberg í vil.Daniel Ricciardo var ekki skemmt.Vísir/GettyRed Bull rugliðDaniel Ricciardo, ökumaður Red Bull var vægast sagt drullu fúll eftir keppnina. Hann tók þjónustuhlé og skipti af regndekkjum og yfir á ofurmjúk dekk. Þjónustulið Red Bull virtist hins vegar alls ekki reiðubúið að taka á móti Ricciardo til að setja hann á ofurmjúk dekk. Venjulega taka þjónustuhlé í Formúlu 1 um 2,5 til 3 sekúndur. Þetta tók rúmar 13. Ricciardo sagði eftir keppnina að hann hafi verið kallaður inn og að það hafi verið ákvörðun liðsins að taka þjónustuhléið. Hamilton náði forystunni af Ricciardo vegna þjónustuhlésins. „Þetta var afar augljóst í dag. Þetta gerðist fyrir tveimur vikum og aftur í dag en nú var þetta enn sjáanlegra,“ sagði Ricciardo eftir keppnina. Hann bætti við að hann vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Strax eftir keppnina sagði Ricciardo í talstöðinni við liðið: „Ég vil ekki heyra neinar afsakanir núna. Það er ekkert sem þið getið sagt sem afsakar þetta.“ Ljóst er að Ástralinn síkáti er brjálaður.Kimi Raikkonen í rigningunni í Mónakó.Vísir/GettyEr Kimi Raikkonen útbrunninn?Raikkonen var sjötti í tímatökunni en þurfti að sætta sig við fimms sæta refsingu eftir að skipt var um gírkassa í bíl hans. Raikkonen lenti svo á varnarvegg, braut framvænginn og hætti keppni í kjölfarið. Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari hefur nú sagt að slakan árangur Raikkonen í Mónakó megi rekja til þess að honum finnist brautin ekki skemmtileg. „Það þýðir ekkert að kvarta undan frammistöði Kimi, við verðum bara að sætta okkur við það hvernig fór,“ sagði Arrivabene. Það má velta því upp hvort Raikkonen sé ekki einfaldlega orðinn áhugalaus um Formúlu 1. Arrivabene segir hins vegar að engar áhyggjur þurfi að hafa af áhuga Raikkonen. „Hann er alltaf að reyna sitt besta og mn halda því áfram út tímabilið,“ sagði liðsstjórinn. Einhverjir kunna að lesa í orð Arrivabene og túlka þau sem svo að Raikkonen fái ekki framlengingu á samningi sínum hjá liðinu. Blaðamanni dettur í hug einn Ástrali sem gæti þegið sæti hjá Ferrari.Sebastian Vettel taldi að Ferrari hefði átt að geta betur í Mónakó.Vísir/GettyFloppaði Ferrari í Mónakó?Sebastian Vettel sagði eftir tímatökuna að han vissi ekki hvað hefði klikkað. Hann sagðist samt viss um að liðið hefði getað náð ráspól. Ferrari hefur enn ekki náð að setja saman heilsteypta keppnishelgi í ár. Ferrari floppaði í Mónakó ef marka má orð Vettel. Ferrari heldur því statt og stöðugt fram að bíllinn jafnist nánast alveg á við Mercedes bílinn. Framkvæmd liðsins hefur hins verið að klikka. Keppnisáætlanir hafa verið veikasti hlekkur ítalska stórveldisins. Ætli yfirmenn Ferrari séu farnir að kveikja undir sæti liðsstjórans, Arrivabene? Ferrari gerir miklar kröfur um árangur og það endist enginn lengi í sætinu sínu hjá liðinu ef árangurinn fylgir ekki. Hvert framhaldið verður getur tíminn einn leitt í ljós. Kannski léttir pressunni ef Ferrari tekst að halda haus eina keppnishelgi.Sergio Perez var kampakátur með þriðja sætið.Vísir/GettyÖkumaður dagsinsHamilton og Ricciardo koma sterklega til greina en maðurinn sem varð í þriðja sæti, á Force India bílnum, Sergio Perez hlaut þann heiður að mati kjósenda á opinberri vefsíðu Formúlu 1 (formula1.com). Það er ekki annað hægt en að vera sammála niðurstöðunni. Þetta var þriðja verðlaunasæti Perez fyrir Force India. Perez ræsti af stað sjöundi en stóðst álagið sem fylgdi rigningunni og þornandi braut og miklum breytileika í aðstæðum. Perez var alsæll með áragurinn og tileinkaði Vijay Mallya, framkvæmdastjóra Force India. Mallya hefur verið að glíma við lögfræðileg vandamál og er vegna þeirra ekki fær um að mæta á Formúlu 1 keppnir en hefur veitt liðinu mikinn styrk þrátt fyrir allt að sögn Perez. Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 29. maí 2016 14:00 Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45 Hamilton fagnaði með Justin Bieber | Sjáðu þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir allt það helsta úr viðburðaríkri keppni í Mónakó. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir kostnaðarsamt klúður Red Bull liðsins. 29. maí 2016 23:30 Marko: Þetta voru mannleg mistök Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 29. maí 2016 14:45 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í Mónakó, síðasta sunnudag. Red Bull liðið klúðraði keppninni fyrir sínum manni Daniel Ricciardo sem hefði geta komið fyrstur í mark. Hvernig klúðraði Red Bull nánast unninni keppni, hvernig fór Hamilton að því að vinna og hvað var málið með slakan árangur Kimi Raikkonen? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton í bleytunni í Mónakó.Vísir/GettyHamilton hafði það afLewis Hamilton var búinn að bogna og bogna allt tímabilið. Hann hafði ekki unnið keppni síðan hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Austin í Texas í október í fyrra. Daniel Ricciardo reyndi hvað hann gat að komast fram úr Hamilton eftir að Hamilton náði forystunni en allt kom fyrir ekki. Nico Rosberg hleypti liðsfélaga sínum, Hamilton fram úr snemma í keppninni. Þjóðverjinn var einfaldlega ekki að finna taktinn á brautinni. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes sagði eftir keppnina að bremsuvandamál hafi verið að hrjá báða bíla liðsins en hugsanlega hafi Rosberg fundið meira fyrir því. Hamilton er að því er virðist kominn í sitt gamla horf. Stigamunurinn er orðinn 24 stig, þó enn Rosberg í vil.Daniel Ricciardo var ekki skemmt.Vísir/GettyRed Bull rugliðDaniel Ricciardo, ökumaður Red Bull var vægast sagt drullu fúll eftir keppnina. Hann tók þjónustuhlé og skipti af regndekkjum og yfir á ofurmjúk dekk. Þjónustulið Red Bull virtist hins vegar alls ekki reiðubúið að taka á móti Ricciardo til að setja hann á ofurmjúk dekk. Venjulega taka þjónustuhlé í Formúlu 1 um 2,5 til 3 sekúndur. Þetta tók rúmar 13. Ricciardo sagði eftir keppnina að hann hafi verið kallaður inn og að það hafi verið ákvörðun liðsins að taka þjónustuhléið. Hamilton náði forystunni af Ricciardo vegna þjónustuhlésins. „Þetta var afar augljóst í dag. Þetta gerðist fyrir tveimur vikum og aftur í dag en nú var þetta enn sjáanlegra,“ sagði Ricciardo eftir keppnina. Hann bætti við að hann vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Strax eftir keppnina sagði Ricciardo í talstöðinni við liðið: „Ég vil ekki heyra neinar afsakanir núna. Það er ekkert sem þið getið sagt sem afsakar þetta.“ Ljóst er að Ástralinn síkáti er brjálaður.Kimi Raikkonen í rigningunni í Mónakó.Vísir/GettyEr Kimi Raikkonen útbrunninn?Raikkonen var sjötti í tímatökunni en þurfti að sætta sig við fimms sæta refsingu eftir að skipt var um gírkassa í bíl hans. Raikkonen lenti svo á varnarvegg, braut framvænginn og hætti keppni í kjölfarið. Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari hefur nú sagt að slakan árangur Raikkonen í Mónakó megi rekja til þess að honum finnist brautin ekki skemmtileg. „Það þýðir ekkert að kvarta undan frammistöði Kimi, við verðum bara að sætta okkur við það hvernig fór,“ sagði Arrivabene. Það má velta því upp hvort Raikkonen sé ekki einfaldlega orðinn áhugalaus um Formúlu 1. Arrivabene segir hins vegar að engar áhyggjur þurfi að hafa af áhuga Raikkonen. „Hann er alltaf að reyna sitt besta og mn halda því áfram út tímabilið,“ sagði liðsstjórinn. Einhverjir kunna að lesa í orð Arrivabene og túlka þau sem svo að Raikkonen fái ekki framlengingu á samningi sínum hjá liðinu. Blaðamanni dettur í hug einn Ástrali sem gæti þegið sæti hjá Ferrari.Sebastian Vettel taldi að Ferrari hefði átt að geta betur í Mónakó.Vísir/GettyFloppaði Ferrari í Mónakó?Sebastian Vettel sagði eftir tímatökuna að han vissi ekki hvað hefði klikkað. Hann sagðist samt viss um að liðið hefði getað náð ráspól. Ferrari hefur enn ekki náð að setja saman heilsteypta keppnishelgi í ár. Ferrari floppaði í Mónakó ef marka má orð Vettel. Ferrari heldur því statt og stöðugt fram að bíllinn jafnist nánast alveg á við Mercedes bílinn. Framkvæmd liðsins hefur hins verið að klikka. Keppnisáætlanir hafa verið veikasti hlekkur ítalska stórveldisins. Ætli yfirmenn Ferrari séu farnir að kveikja undir sæti liðsstjórans, Arrivabene? Ferrari gerir miklar kröfur um árangur og það endist enginn lengi í sætinu sínu hjá liðinu ef árangurinn fylgir ekki. Hvert framhaldið verður getur tíminn einn leitt í ljós. Kannski léttir pressunni ef Ferrari tekst að halda haus eina keppnishelgi.Sergio Perez var kampakátur með þriðja sætið.Vísir/GettyÖkumaður dagsinsHamilton og Ricciardo koma sterklega til greina en maðurinn sem varð í þriðja sæti, á Force India bílnum, Sergio Perez hlaut þann heiður að mati kjósenda á opinberri vefsíðu Formúlu 1 (formula1.com). Það er ekki annað hægt en að vera sammála niðurstöðunni. Þetta var þriðja verðlaunasæti Perez fyrir Force India. Perez ræsti af stað sjöundi en stóðst álagið sem fylgdi rigningunni og þornandi braut og miklum breytileika í aðstæðum. Perez var alsæll með áragurinn og tileinkaði Vijay Mallya, framkvæmdastjóra Force India. Mallya hefur verið að glíma við lögfræðileg vandamál og er vegna þeirra ekki fær um að mæta á Formúlu 1 keppnir en hefur veitt liðinu mikinn styrk þrátt fyrir allt að sögn Perez.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 29. maí 2016 14:00 Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45 Hamilton fagnaði með Justin Bieber | Sjáðu þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir allt það helsta úr viðburðaríkri keppni í Mónakó. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir kostnaðarsamt klúður Red Bull liðsins. 29. maí 2016 23:30 Marko: Þetta voru mannleg mistök Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 29. maí 2016 14:45 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton vann í Mónakó eftir ótrúlegt klúður Red Bull Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar eftir ótrúlegt klúður Red Bull liðsins. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 29. maí 2016 14:00
Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. maí 2016 18:45
Hamilton fagnaði með Justin Bieber | Sjáðu þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir allt það helsta úr viðburðaríkri keppni í Mónakó. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir kostnaðarsamt klúður Red Bull liðsins. 29. maí 2016 23:30
Marko: Þetta voru mannleg mistök Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 29. maí 2016 14:45
Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26