Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 22:57 Die Antwoord hefja flutning sinn klukkan ellefu. Vísir/Bjarki/EPA Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr. Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25