Bleikjan komin út um allt við Þjóðgarðinn Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2016 13:00 Róbert Novak með flotta bleikju úr Þingvallavatni Mynd: www.veidikortid.is Veiðimenn sem hafa verið duglegir að fara í Þingvallavatn fanns vatnið heldur lengi í gang í sumar en núna virðist það vera komið vel í gang. Sú kenning hefur lifað nokkuð vel að bleikjan byrji að koma upp að Lambhaga og færist svo smá saman norður að Vatnvik en hvað sem þessari kenningu líður þá er staðan þannig að vel er farið að veiðast um allan þjóðgarðinn. Við höfum frétt af veiðimönnum við Vellankatla, Nautatanga, Pallinum, Tóftum, Öfugsnáða og Lambhaga sem hafa verið að gera feyknagóða veiði við vatnið. Veiðitölur er misjafnar á milli manna en 10-20 bleikjur á morgninum er talan sem flestir virðast vera að ná, í það minnsta þeir sem vita hvernig best er að ná bleikjunni. Einn ágætur vinur vatnsins hefur haft það t.d. fyrir venju að veiða aldrei nálægt þekktum veiðistöðum og byrjaði sú hefð aðallega vegna þess að þar getur verið ansi þétt setinn bekkurinn. Hann byrjaði þess vegna að ganga bakkann meðfram þjóðgarðinum og fara út á litla tanga og kasta þar. Eins þegar hann kom að lítlum djúpum víkum þá fengu þær nokkur köst líka. Þessi ágæti veiðimaður er kominn með yfir 100 bleikjur úr vatninu í sumar með þessari aðferð sem sannar að oft er gott að prófa eitthvað nýtt. Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Veiðimenn sem hafa verið duglegir að fara í Þingvallavatn fanns vatnið heldur lengi í gang í sumar en núna virðist það vera komið vel í gang. Sú kenning hefur lifað nokkuð vel að bleikjan byrji að koma upp að Lambhaga og færist svo smá saman norður að Vatnvik en hvað sem þessari kenningu líður þá er staðan þannig að vel er farið að veiðast um allan þjóðgarðinn. Við höfum frétt af veiðimönnum við Vellankatla, Nautatanga, Pallinum, Tóftum, Öfugsnáða og Lambhaga sem hafa verið að gera feyknagóða veiði við vatnið. Veiðitölur er misjafnar á milli manna en 10-20 bleikjur á morgninum er talan sem flestir virðast vera að ná, í það minnsta þeir sem vita hvernig best er að ná bleikjunni. Einn ágætur vinur vatnsins hefur haft það t.d. fyrir venju að veiða aldrei nálægt þekktum veiðistöðum og byrjaði sú hefð aðallega vegna þess að þar getur verið ansi þétt setinn bekkurinn. Hann byrjaði þess vegna að ganga bakkann meðfram þjóðgarðinum og fara út á litla tanga og kasta þar. Eins þegar hann kom að lítlum djúpum víkum þá fengu þær nokkur köst líka. Þessi ágæti veiðimaður er kominn með yfir 100 bleikjur úr vatninu í sumar með þessari aðferð sem sannar að oft er gott að prófa eitthvað nýtt.
Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði