Ragnar Kjartansson Borgarlistamaður Reykjavíkur 17. júní 2016 18:02 Mynd/Anna Fjóla Gísladóttir Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2016. Fékk hann ágrafin stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Sóley Tómasdóttir, forseti Borgarstjórnar, útnefndi Ragnar við athöfn í Höfða í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir Kristján Jóhannsson hafi sungið við meðleik Antoníu Hevesi. Þá kom Ragnar öllum að óvörum og söng einnig. Úr tilkynningu Reykjavíkurborgar: Ragnar er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Með leikrænum sviðsetningum veitir hann listnjótendum hrífandi og jafnvel barnslega upplifun. Verk hans geisla af smitandi húmor um leið og þau kalla fram í vitund okkar horfnar goðsagnir og margræðar myndir liðinna tíma. Þau brúa á einstæðan hátt bæði bilið á milli listgreinanna og eldri og nýrri miðla. En auk þess að miðla í myndlist sinni rómantísku lífsviðhorfi á einlægan máta, nýtir Ragnar sér markviss form og þaulhugsaða tækni til að tendra samband listamanns, verks og áhorfenda. Tónlistin - bæði sígild og ný - er samofin listrænum ferli hans og verkum í ólíklegustu miðlum. Ragnar hlaut formlega menntun við Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur verið ótrúlega afkastamikill listamaður og árlega sýna virt söfn um allan heim verk hans. Í ár hafa verk Ragnars meðal annars verið sýnd í París, Montreal, Detroit, Berlín og Chicago og á næstu mánuðum opna sýningar í New York, Washington og Lundúnum. Hann á nú um 60 einkasýningar að baki, 30 ólíkar uppákomur og gjörninga sýnda víðs vegar og hefur tekið þátt í meira en 60 samsýningum. Verk eftir Ragnar er að finna í safneign fjölmargra opinberra safna auk einkasafna. Ragnar hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, síðast Serra verðlaunin á Listasafni Íslands í fyrra. Ragnar sýnir nú um allan heim á virtustu sýningarstöðum, en stundum fáum við Íslendingar líka að njóta – eins og sýningar hans The Visitors í Kling og Bang árið 2013, sem er ógleymanleg öllum sem upplifðu. Sjaldan eða aldrei hefur sýning á íslenskri samtímalist hlotið jafn einróma viðtökur. The Visitors eða Gestirnir ferðast víða - nú þegar um Bandaríkin, til Argentínu, Brasilíu, Englands, Ástralíu, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og Sviss. Annað fjölfarið verk Ragnars Kjartanssonar, The End eða Endalokin, var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009 og sýnt í Hafnarborg 2010. Gallerí i8, sem heldur nú utan um öll mál listamannsins, var síðast í fyrra með sýningu á verkum hans Me and My Mother eða Ég og móðir mín sem þau Guðrún Ásmundsdóttir móðir hans hafa tekið upp á fimm ára fresti allt frá námi hans í Listaháskóla Íslands árið 2000. Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2016. Fékk hann ágrafin stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Sóley Tómasdóttir, forseti Borgarstjórnar, útnefndi Ragnar við athöfn í Höfða í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir Kristján Jóhannsson hafi sungið við meðleik Antoníu Hevesi. Þá kom Ragnar öllum að óvörum og söng einnig. Úr tilkynningu Reykjavíkurborgar: Ragnar er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Með leikrænum sviðsetningum veitir hann listnjótendum hrífandi og jafnvel barnslega upplifun. Verk hans geisla af smitandi húmor um leið og þau kalla fram í vitund okkar horfnar goðsagnir og margræðar myndir liðinna tíma. Þau brúa á einstæðan hátt bæði bilið á milli listgreinanna og eldri og nýrri miðla. En auk þess að miðla í myndlist sinni rómantísku lífsviðhorfi á einlægan máta, nýtir Ragnar sér markviss form og þaulhugsaða tækni til að tendra samband listamanns, verks og áhorfenda. Tónlistin - bæði sígild og ný - er samofin listrænum ferli hans og verkum í ólíklegustu miðlum. Ragnar hlaut formlega menntun við Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur verið ótrúlega afkastamikill listamaður og árlega sýna virt söfn um allan heim verk hans. Í ár hafa verk Ragnars meðal annars verið sýnd í París, Montreal, Detroit, Berlín og Chicago og á næstu mánuðum opna sýningar í New York, Washington og Lundúnum. Hann á nú um 60 einkasýningar að baki, 30 ólíkar uppákomur og gjörninga sýnda víðs vegar og hefur tekið þátt í meira en 60 samsýningum. Verk eftir Ragnar er að finna í safneign fjölmargra opinberra safna auk einkasafna. Ragnar hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, síðast Serra verðlaunin á Listasafni Íslands í fyrra. Ragnar sýnir nú um allan heim á virtustu sýningarstöðum, en stundum fáum við Íslendingar líka að njóta – eins og sýningar hans The Visitors í Kling og Bang árið 2013, sem er ógleymanleg öllum sem upplifðu. Sjaldan eða aldrei hefur sýning á íslenskri samtímalist hlotið jafn einróma viðtökur. The Visitors eða Gestirnir ferðast víða - nú þegar um Bandaríkin, til Argentínu, Brasilíu, Englands, Ástralíu, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og Sviss. Annað fjölfarið verk Ragnars Kjartanssonar, The End eða Endalokin, var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009 og sýnt í Hafnarborg 2010. Gallerí i8, sem heldur nú utan um öll mál listamannsins, var síðast í fyrra með sýningu á verkum hans Me and My Mother eða Ég og móðir mín sem þau Guðrún Ásmundsdóttir móðir hans hafa tekið upp á fimm ára fresti allt frá námi hans í Listaháskóla Íslands árið 2000.
Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira