Menning

Innblásturinn kemur úr öllum áttum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Callum Innes hefur verið talinn til mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og honum hafa hlotnast hin virtu verðlaun NatWest.
Callum Innes hefur verið talinn til mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og honum hafa hlotnast hin virtu verðlaun NatWest. Vísir/Anton Brink
Ný olíuverk skoska myndlistarmannsins Callum Innes prýða nú veggi i8 í Tryggvagötu 16. Þau eru máluð bæði á striga og pappír.

Það geta verið hin hversdagslegustu atriði sem verða kveikjan að verkum Innes, eftir því sem hann segir sjálfur. „Innblásturinn kemur úr öllum áttum, jafnvel úr fyrirsögnum blaðanna einhvern morguninn eða lesefninu fyrir svefninn.“



Sumt er flókið þótt það sýnist einfalt.
Innes er fæddur í Edinborg árið 1962. Hann lærði teikningu og málun í Gray’s School of Art, en lauk meistaragráðu í myndlistinni í Edinburgh College of Art.

Hann hefur verið talinn meðal mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og verk hans hafa verið sýnd á einka- og samsýningum víða um heim. Í október á þessu ári verður stór sýning verka hans opnuð í De Pont Museum í Tilburg í Hollandi.

Sýning Callum Innes verður í i8 fram til 9. september.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.