Bjarni um Arnar Gunnlaugs: Þurftum fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu Ingvi Þór Sæmundsson á Extra-vellinum skrifar 15. júní 2016 22:31 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira