Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Bátar beggja hliða Brexit-deilunnar sigldu eftir ánni Thames fyrir utan þinghúsið í gær. Hiti var í fólki og hrópaði söngvarinn Bob Geldof, sem er andvígur Brexit, ókvæðisorð að Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins. Nordicphotos/AFP George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira