Íslendingar eru mikið að velta fyrir sér gangi Íslands á Evrópumótinu. Þekkt er að stórum íþróttakeppnum fylgir oft að menn fá kolbrabba, hvolpa, dúfur eða höfrunga til að spá fyrir um úrslitin. Bræðurnir í GameTíví brugðu þó á það ráð að fara efst í fæðukeðjuna og fá Kjartan Atla Kjartansson úr Brennslunni á FM til að spá fyrir um leik Íslands og Portúgal.
Til þess að spá fyrir um útkomuna hjá Íslandi og Portúgal í kvöld tóku strákarnir sig til og spiluðu nýja Euro Pro Evolution Soccer. Kjartan Atli var Ísland og Ólafur Þór jóelsson spilaði sem Portúgal. Strákarnir munu senda út frá sambærileg innslög á öðrum keppnisdögum Íslands.
Spurningin er hvort spáin muni rætast.

