Menning

Snúa ljótleika í fegurð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ísabella Leifsdóttir óperusöngkona, Jónína Björt Gunnarsdóttir leikkona, Rosie Middleton söngkona, Arnar Ingi Richardsson djasstónlistarmaður, Michael Betteridge tónskáld og Ingunn Lára Kristjánsdóttir leikstjóri.
Ísabella Leifsdóttir óperusöngkona, Jónína Björt Gunnarsdóttir leikkona, Rosie Middleton söngkona, Arnar Ingi Richardsson djasstónlistarmaður, Michael Betteridge tónskáld og Ingunn Lára Kristjánsdóttir leikstjóri. Vísir/Eyþór
Við erum að gera ljótan texta merkingarlausan með því að slíta hann í sundur og semja fallega tónlist og hreyfingar við hann. Textann tökum við beint af samskiptamiðlinum Twitter, og hann er vægast sagt neikvæður í garð kvenna en við tætum textann niður og tökum völdin af orðunum með því að umbreyta honum í fallegar tónleikhússenur.“

Þetta segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir leikstjóri. Hún er að vinna hér í borginni með bresku leikfélagi sem heitir Aequitas Collective og leikstýrir þar bæði tónlistarmönnum og leikurum frá Bretlandi og Íslandi.

Afraksturinn ætlar hópurinn að sýna á morgun, 15. júní, klukkan 18, í Söngskóla Sigurðar Demetz í Ármúla 44.

Sýningin vekur upp áleitnar spurningar, að sögn Ingunnar Láru. „Þetta er verk í vinnslu núna en við munum taka það lengra og gera stóra sýningu að ári, bæði á Íslandi og Englandi, svo þetta er bara byrjunin,“ segir Ingunn Lára sem jafnframt er að skrifa einleik um Ólöfu ríku frá Skarði.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×