Óvenjulegt að sjá lausa daga í Elliðánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2016 09:00 Elliðaárnar eru með vinsælustu veiðiám landsins. Mynd: KL Elliðaárnar eru gífurlega eftirsóttar enda veiðin mikil og stutt að fara en þarna hafa margir tekið sinn fyrsta lax. Nú þegar eru komnir laxar í ánna og það er lítið mál að sjá þá í Teljarastreng og í Efri Móhyl, fagurbláa þar sem þeir liggja í hylnum. Það er ennþá vika í opnun og það er allt eins reiknað með því að þetta verði flott opnun miðað við að sjá þetta marga laxa á þessum tíma. Það er mjög eftirsótt að veiða í ánni og ferlið til að fá leyfi hefur alla tíð verið þannig að félagsmenn SVFR hafa forgang í umsóknir og þegar úthlutað hefur verið til þeirra geta utanfélagsmenn sótt um daga. Staðan er samt yfirleitt þannig að það eru aldrei neinir dagar eftir en nú bregður svo við þegar vefsalan hjá SVFR að það eru lausar stangir 27-28-29 og 31. ágúst en þetta er einn skemmtilegasti tíminn í ánni. Á þessum tíma er lang- skemmtilegast að veiða efri hlutann frá Höfuðhyl og niður að Árbæjarhyl en á þessu svæði má eingöngu veiða á flugu og eru staðirnir sérlega þægilegir veiðistaðir og aðkoman góð. Það sem virkar best er bara að nota flotlínu, stangarlengd í taum og litlar flugur. Hitch virkar líka vel og þá sérstaklega í Kistunum og í Hundasteinum. Ástæðan fyrir því að við erum að láta lesendur Veiðivísis vita ef þessum lausu dögum er bara að við munum ekki eftir því áður að hafa séð lausa ágústdaga og líklega eru flestir búnir að stilla sig inná að það séu aldrei dagar eftir þegar úthlutun er lokið. Er þetta þá ekki bara fyrstur kemur fyrstur fær? Mest lesið Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði
Elliðaárnar eru gífurlega eftirsóttar enda veiðin mikil og stutt að fara en þarna hafa margir tekið sinn fyrsta lax. Nú þegar eru komnir laxar í ánna og það er lítið mál að sjá þá í Teljarastreng og í Efri Móhyl, fagurbláa þar sem þeir liggja í hylnum. Það er ennþá vika í opnun og það er allt eins reiknað með því að þetta verði flott opnun miðað við að sjá þetta marga laxa á þessum tíma. Það er mjög eftirsótt að veiða í ánni og ferlið til að fá leyfi hefur alla tíð verið þannig að félagsmenn SVFR hafa forgang í umsóknir og þegar úthlutað hefur verið til þeirra geta utanfélagsmenn sótt um daga. Staðan er samt yfirleitt þannig að það eru aldrei neinir dagar eftir en nú bregður svo við þegar vefsalan hjá SVFR að það eru lausar stangir 27-28-29 og 31. ágúst en þetta er einn skemmtilegasti tíminn í ánni. Á þessum tíma er lang- skemmtilegast að veiða efri hlutann frá Höfuðhyl og niður að Árbæjarhyl en á þessu svæði má eingöngu veiða á flugu og eru staðirnir sérlega þægilegir veiðistaðir og aðkoman góð. Það sem virkar best er bara að nota flotlínu, stangarlengd í taum og litlar flugur. Hitch virkar líka vel og þá sérstaklega í Kistunum og í Hundasteinum. Ástæðan fyrir því að við erum að láta lesendur Veiðivísis vita ef þessum lausu dögum er bara að við munum ekki eftir því áður að hafa séð lausa ágústdaga og líklega eru flestir búnir að stilla sig inná að það séu aldrei dagar eftir þegar úthlutun er lokið. Er þetta þá ekki bara fyrstur kemur fyrstur fær?
Mest lesið Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði