50 myrtir í skotárásinni í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2016 14:11 Lögregluþjónar fyrir utan skemmtistaðinn Pulse. Vísir/Getty Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14