Að elska og hata flugur Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2016 11:00 Sunray Shadow Veiðiflugur verða stundum svo vinsælar að það er engin maður með mönnum nema eiga eina röð af vinsælustu flugunni í boxinu sínu. Á þessu eru samt undantekningar og er undirritaður einn af þeim, í það minnsta var það um tima og þá gagnvart rauðum Frances en þrjú augnablik breyttu því. Haustið 1997 í Grímsá tók ég 6 laxa í beit á einum og hálfum tíma og missti þrjá alla á sömu fluguna. Ekki bara sömu tegund heldur bókstaflega sama eintakið var hnýtt undir allann tímann. Rauð Frances númer #14 á gylltum krók. Langá á Mýrum byrjun september 2002. 5 laxar á síðdegisvakt ásamt því að missa nokkra og allt á Rauðan Frances #14 á gylltum krók. Síðasta augnablikið er röð af augnablikum í Sakkarhólma í Soginu en þar hef ég veitt í mörg ár og landað nokkuð af laxi en ég hef aldrei fengið lax á aðra flugu en Rauðan Frances úr Sakkarhólma en hef prófað þær margar. Af hverju lagði ég svona mikla fæð á Rauða Frances? Það var líklega vegna þess að allir voru að nota hana og ég vildi reyna að vera sérstakur í mínum veiðiskap. Hef notað Blue Charm ótæpilega mikið með góðum árangri og sama má segja um Collie Dog og nokkrar aðrar flugur. Já og auðvitað Sunray. Ég sór þess dýran eið að nota hana ekki þegar allir voru farnir að nota hana og fór að reyna við nýjar útgáfur sem vill svo skemmtilega til að eru bara afbrigði af þessari veiðnu flugu. Já hún veiðir vel, það fer ekki á milli mála, þessi svarta/stundum með lit/langhærða fluga á dauðu reki sem og strippi. Og ég sem ætlaði að hata þessa flugu var að raða í boxin mín í gær fyrir komandi vertíð og sjá, fyrir framan mig er ekki eitt, ekki tvö heldur þrjú box af ýmsum Sunray afbrigðum. Ég elska þig í laumi, það er bara þannig. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Veiðiflugur verða stundum svo vinsælar að það er engin maður með mönnum nema eiga eina röð af vinsælustu flugunni í boxinu sínu. Á þessu eru samt undantekningar og er undirritaður einn af þeim, í það minnsta var það um tima og þá gagnvart rauðum Frances en þrjú augnablik breyttu því. Haustið 1997 í Grímsá tók ég 6 laxa í beit á einum og hálfum tíma og missti þrjá alla á sömu fluguna. Ekki bara sömu tegund heldur bókstaflega sama eintakið var hnýtt undir allann tímann. Rauð Frances númer #14 á gylltum krók. Langá á Mýrum byrjun september 2002. 5 laxar á síðdegisvakt ásamt því að missa nokkra og allt á Rauðan Frances #14 á gylltum krók. Síðasta augnablikið er röð af augnablikum í Sakkarhólma í Soginu en þar hef ég veitt í mörg ár og landað nokkuð af laxi en ég hef aldrei fengið lax á aðra flugu en Rauðan Frances úr Sakkarhólma en hef prófað þær margar. Af hverju lagði ég svona mikla fæð á Rauða Frances? Það var líklega vegna þess að allir voru að nota hana og ég vildi reyna að vera sérstakur í mínum veiðiskap. Hef notað Blue Charm ótæpilega mikið með góðum árangri og sama má segja um Collie Dog og nokkrar aðrar flugur. Já og auðvitað Sunray. Ég sór þess dýran eið að nota hana ekki þegar allir voru farnir að nota hana og fór að reyna við nýjar útgáfur sem vill svo skemmtilega til að eru bara afbrigði af þessari veiðnu flugu. Já hún veiðir vel, það fer ekki á milli mála, þessi svarta/stundum með lit/langhærða fluga á dauðu reki sem og strippi. Og ég sem ætlaði að hata þessa flugu var að raða í boxin mín í gær fyrir komandi vertíð og sjá, fyrir framan mig er ekki eitt, ekki tvö heldur þrjú box af ýmsum Sunray afbrigðum. Ég elska þig í laumi, það er bara þannig.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði