Tiltektardagur við Varmá á morgun og veiðileyfi í boði Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2016 15:00 Það eru bæði stórir sjóbirtingar og stórar bleikjur í Varmá Mynd úr safni Laugardaginn næstkomandi 11. júní fer fram tiltekt við Varmá í Hveragerði þar sem gengið verður meðfram ánni og tekið til hendinni. Varmá er ein af þessum litlu skemmtilegu ám stutt frá Reykjavík þar sem hægt er að gera góða veiði og setja í stóra fiska. Það hefur verið nokkuð áberandi við suma veiðistaðina að umgengni er ábótavant og rusl gjarnan skilið eftir. Nú verður tekið til hendinni við að hreinsa rusl af bökkum Varmár og úr ánni. Þeir sem vilja leggja til aðstoð sína mæta kl 10:00 við Stöðvarhyl þar sem menn bera saman bækur og skipuleggja tiltektina. Við hvetjum sem flesta til að mæta því margar hendur vinna létt verk og það er skemmtilegt að hafa umhverfið sitt hreint. Það eru allir velkomnir og þeir sem mæta fá stöng í Varmá í sumar að eigin vali, milli 15 júní og 15 ágúst frá SVFR sem þakkir fyrir vel unnin störf. Mest lesið Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði
Laugardaginn næstkomandi 11. júní fer fram tiltekt við Varmá í Hveragerði þar sem gengið verður meðfram ánni og tekið til hendinni. Varmá er ein af þessum litlu skemmtilegu ám stutt frá Reykjavík þar sem hægt er að gera góða veiði og setja í stóra fiska. Það hefur verið nokkuð áberandi við suma veiðistaðina að umgengni er ábótavant og rusl gjarnan skilið eftir. Nú verður tekið til hendinni við að hreinsa rusl af bökkum Varmár og úr ánni. Þeir sem vilja leggja til aðstoð sína mæta kl 10:00 við Stöðvarhyl þar sem menn bera saman bækur og skipuleggja tiltektina. Við hvetjum sem flesta til að mæta því margar hendur vinna létt verk og það er skemmtilegt að hafa umhverfið sitt hreint. Það eru allir velkomnir og þeir sem mæta fá stöng í Varmá í sumar að eigin vali, milli 15 júní og 15 ágúst frá SVFR sem þakkir fyrir vel unnin störf.
Mest lesið Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði