Sýning sem snýst um ólíkar hliðar nautnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2016 10:30 Gifs-strúktúr eftir Eygló Harðar. „Nautn á sér jákvæðar og gleðilegar hliðar en líka aðrar dekkri sem tengjast til dæmis ofneyslu og græðgi,“ segir Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, um sýninguna Nautn sem opnuð verður hjá honum á morgun klukkan 15. Sex listamenn sýna þar ný verk, þau Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason. Hlynur segir þá hafa kastað á milli sín hugmyndum og útkoman sé fjölbreytt. „Eygló er að hugsa um glímuna við efnið og hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun. Guðný er með beina tilvísun í kynlíf og Anna Hallin er á sömu slóðum í sínum skúlptúrum. Helgi Hjaltalín er að velta fyrir sér markmiðum með myndaseríu af ÍSIS-liðum. Jói Torfa er á gráu svæði, ég reikna með að einhverjum bregði þegar þeir sjá framsetningu hans og Birgir er bæði með verk á sýningunni og dansgjörning við opnun hennar,“ lýsir Hlynur og bætir við: Svo verða þau öll með listamannaspjall klukkan 15 á sunnudaginn.“ Sýningin Nautn er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri og safnstjórarnir, þau Inga Jónsdóttir og Hlynur eru sýningarstjórar. Hér er því bæði um samstarf milli listamanna og safna að ræða. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Nautn á sér jákvæðar og gleðilegar hliðar en líka aðrar dekkri sem tengjast til dæmis ofneyslu og græðgi,“ segir Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, um sýninguna Nautn sem opnuð verður hjá honum á morgun klukkan 15. Sex listamenn sýna þar ný verk, þau Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason. Hlynur segir þá hafa kastað á milli sín hugmyndum og útkoman sé fjölbreytt. „Eygló er að hugsa um glímuna við efnið og hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun. Guðný er með beina tilvísun í kynlíf og Anna Hallin er á sömu slóðum í sínum skúlptúrum. Helgi Hjaltalín er að velta fyrir sér markmiðum með myndaseríu af ÍSIS-liðum. Jói Torfa er á gráu svæði, ég reikna með að einhverjum bregði þegar þeir sjá framsetningu hans og Birgir er bæði með verk á sýningunni og dansgjörning við opnun hennar,“ lýsir Hlynur og bætir við: Svo verða þau öll með listamannaspjall klukkan 15 á sunnudaginn.“ Sýningin Nautn er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Listasafnsins á Akureyri og safnstjórarnir, þau Inga Jónsdóttir og Hlynur eru sýningarstjórar. Hér er því bæði um samstarf milli listamanna og safna að ræða.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira