Breiðablik komst í kvöld í toppsæti Pepsi-deildar kvenna er liðið vann stórsigur á ÍBV, 0-4.
Hallbera Guðný Gísladóttir kom Blikum yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Í síðari hálfleik bættu Fanndís Friðriksdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir við mörkum. Bryndís Lára Hranfkelsdóttir varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark að því er fram kemur á fótbolti.net.
Breiðablik er á toppi deildarinnar með 14 stig en Stjarnan getur komist aftur á toppinn á morgun er það mætir botnliði ÍA.
Blikastúlkur á toppinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar