Brexit hefur enn ekki minnkað bílasölu í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:06 Fínasti gangur er enn í bílasölu í Bretlandi. Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti. Brexit Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent
Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti.
Brexit Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent