Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Stjarnan 4-2 | Þrenna Garðars afgreiddi Stjörnuna Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 29. júní 2016 23:00 Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA bar sigurorð af Stjörnunni, 4-2, í síðasta leik 9. umferðar Pepsi-deildar karla á Akranesi í kvöld. Garðar hefur nú skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum en Skagamenn hafa uppskorið sex stig úr þeim. Með sigrinum í kvöld komst ÍA upp fyrir KR í 9. sæti deildarinnar en Stjarnan er í 5. sæti, sex stigum á eftir toppliði FH. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir strax á 5. mínútu en Garðar jafnaði metin úr vítaspyrnu þremur mínútum seinna. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og Brynjar Gauti Guðjónsson kom þeim yfir með glæsilegu marki á 56. mínútu. En þá fóru Skagamenn í gang. Garðar jafnaði metin á 63. mínútu þegar hann potaði boltanum í markið eftir að Ármann Smári Björnsson skallaði í stöngina. Og aðeins þremur mínútum síðar kom Darren Lough heimamönnum yfir. Garðar kláraði svo leikinn með sínu þriðja marki á 72. mínútu. Lokatölur 4-2, ÍA í vil.Af hverju vann ÍA? Stutta svarið: Garðar Gunnlaugsson. Framherjinn er sjóðheitur þessa dagana og það er einfaldlega allt inni hjá honum. Garðar byrjaði á því að afgreiða víti en var svo lítt áberandi þangað til hann jafnaði metin á ný. Þriðja markið kom eftir frábæra sendingu Ólafs Vals Valdimarssonar á fjærstöng. Garðar tók við boltanum og afgreiddi hann í fjærhornið. Frábær dagur hjá Garðari sem er orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni. Annars spiluðu Skagamenn góðan fótbolta í leiknum í kvöld, létu boltann ganga betur en þeir hafa gert í sumar, fækkuðu löngu sendingunum og vörðust svo vel eftir að hafa komist í 4-2.Þessir stóðu upp úr Augljóslega Garðar sem var mjög beittur líkt og gegn KR. Framlag hans er Skagaliðinu ómetanlegt en hann hefur skorað átta af 11 mörkum liðsins í sumar. Þá hefur hann gert jafn mörg mörk og allt KR-liðið í sumar. Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjaði fjórða leikinn í röð og samvinna hans og Garðars verður alltaf betri og betri. Garðar og Martin Hummervoll náðu engan veginn saman í upphafi móts en nú virðist Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, vera búinn að finna rétta félagann fyrir Garðar í framlínunni. Tryggvi var mjög líflegur og þótt það hafi fátt gengið upp hjá honum framan af leik hætti hann aldrei að reyna og átti stoðsendinguna á Lough í þriðja markinu. Lough átti fínan leik sem og Iain Williamson inni á miðjunni. Vörnin stóð svo sína plikt að mestu leyti vel.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en köstuðu sigrinum frá sér með slökum varnarleik. Skagamenn byrjuðu að keyra upp vinstri kantinn eftir mark Brynjars Gauta. Tryggvi var duglegur að draga sig þangað og búa til yfirtölu sem gestirnir réðu ekki við. Þriðja markið kom eftir sókn upp vinstri kantinn en rétt á undan hafði Tryggvi átt fínt skot þaðan sem Duwayne Kerr varði. Jamaíkumaðurinn átti annars ekkert sérstakan leik og átti að gera miklu betur í þriðja marki Garðars. Fyrstu tvö mörk Skagamanna komu eftir föst leikatriði. Fyrst fékk Jóhann Laxdal, sem átti afar erfitt uppdráttar í leiknum og var tekinn út af í hálfleik, dæmda á sig vítaspyrnu fyrir hendi og svo gleymdu gestirnir að dekka Ármann Smára í hornspyrnu. Og það er ávísun á vandræði gegn ÍA.Hvað gerist næst? Það er langt í næstu leiki liðanna. ÍA á ekki leik fyrr en 10. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Skagamönnum gefst þar tækifæri til að klífa enn ofar í töfluna. Stjörnumenn mæta sjóðheitum Fjölnismönnum á heimavelli 11. júlí og verða einfaldlega að vinna til að halda sér á lífi í toppbaráttunni. Þeir verða hins vegar að sýna að þeir eigi eitthvað erindi þangað. Það gerðu þeir ekki í kvöld.Gunnlaugur: Var hálf óttasleginn í seinni hálfleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum kátur í leikslok. Hann segir að Skagamenn hafi nýtt tímann sem þeir höfðu fram að leiknum gegn KR í síðustu umferð vel. „Vikan var mjög þétt, við tókum vel á og mættum grimmir til leiks. Við ræddum um að það væri hægt að byrja eins konar nýtt mót,“ sagði Gunnlaugur en Akurnesingar eru nú komnir upp í 9. sæti deildarinnar með 10 stig, þremur stigum frá fallsæti. Aðspurður hvað Skagamenn hafi gert rétt í leiknum í kvöld sagði Gunnlaugur: „Þetta var dálítið sérstakur leikur. Við vorum ekki alveg jafn þéttir í fyrri hálfleik eins og maður vildi og við vorum í smá basli en sköpuðum samt færi,“ sagði Gunnlaugur en hans menn voru lengi í gang í seinni hálfleik og lentu aftur undir. „Ég var hálf óttasleginn í seinni hálfleik. Við vorum hálf andlausir í byrjun hans en með jöfnunarmarkinu kom aukakraftur í liðið og við fylgdum því frábærlega eftir með tveimur mörkum,“ sagði Gunnlaugur sem var skiljanlega sáttur með framlag Garðars Gunnlaugssonar sem skoraði þrennu í leiknum. „Við erum með sjóðandi heitan framherja sem gerði tvö mörk í síðasta leik og þrennu í dag og það er alveg geggjað.“Brynjar Björn: Töpuðum miðjunni og baráttunni „Mér fannst við vera með leikinn í hendi okkar eftir að við komust í 2-1 og í fínni stöðu. En svo fá þeir horn og skora úr því og eftir það töpuðum við miðjunni og baráttunni,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, þegar hann var spurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum eftir að þeir komust yfir í seinni hálfleik. „Það fyrsta sem þú þarft að gera þegar þú kemur upp á Skaga er að berjast og hlaupa. Við gerðum það fyrsta klukkutímann, eða þangað til þeir jöfnuðu í 2-2. „Eftir það vorum við ekki nógu góðir, ekki nógu grimmir í varnarleiknum og ekki nógu beittir í sókninni,“ sagði Brynjar sem stýrði Stjörnunni í leiknum í kvöld í fjarveru Rúnars Páls Sigmundssonar sem tók út leikbann. Brynjari fannst Stjörnumenn ekki ógna nægilega mikið á lokakaflanum þegar þeir þurftu tvö mörk til að jafna metin. „Þeir gátu legið til baka og vörðust vel og voru svo alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við sköpuðum ekki nógu mörg færi eftir þeir skora fjórða markið,“ sagði Brynjar. Hann kvaðst ósáttur með að Stjörnunni hafi ekki tekist að fylgja sigrinum á ÍBV í síðustu umferð betur eftir. „Þetta eru mikil vonbrigði en nú þurfum við bara að æfa vel og undirbúa okkur vel fyrir næsta leik gegn Fjölni,“ sagði Brynjar að endingu.Garðar: Finnst við ná mjög vel saman Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA vann 4-2 sigur á Stjörnunni á Akranesi í kvöld. Skagamenn lentu tvisvar undir í leiknum en frábær kafli um miðbik seinni hálfleiks, þar sem ÍA gerði þrjú mörk á níu mínútum, gerði útslagið. „Ég er hrikalega ánægður. Þetta var liðssigur og við erum mjög sáttir,“ sagði Garðar eftir leik. „Þetta sýnir karakterinn í liðinu. Þetta gerðist líka í fyrra, við vorum að lenda undir og svo keyrðum við okkur í gang.“ Skagamenn hafa nú unnið tvo leiki í röð, gegn KR og Stjörnunni, en Garðar hefur skorað fimm af sex mörkum ÍA í þessum leikjum. Framherjinn öflugi er alls kominn með átta mörk í Pepsi-deildinni og er orðinn markahæsti leikmaður hennar. „Við ákváðum að byrja tímabilið fyrir alvöru í síðasta leik og það hefur heldur betur tekist,“ sagði Garðar sem hefur í undanförnum leikjum verið með Tryggva Hrafn Haraldsson sér við hlið í framlínunni. Garðar kveðst ánægður með þeirra samvinnu. „Það er frábært að hafa Tryggva, hann er þindarlaus, hleypur endalaust bak við varnirnar og skapar pláss fyrir mig. Mér finnst við ná mjög vel saman,“ sagði alsæll Garðar Gunnlaugsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA bar sigurorð af Stjörnunni, 4-2, í síðasta leik 9. umferðar Pepsi-deildar karla á Akranesi í kvöld. Garðar hefur nú skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum en Skagamenn hafa uppskorið sex stig úr þeim. Með sigrinum í kvöld komst ÍA upp fyrir KR í 9. sæti deildarinnar en Stjarnan er í 5. sæti, sex stigum á eftir toppliði FH. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir strax á 5. mínútu en Garðar jafnaði metin úr vítaspyrnu þremur mínútum seinna. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og Brynjar Gauti Guðjónsson kom þeim yfir með glæsilegu marki á 56. mínútu. En þá fóru Skagamenn í gang. Garðar jafnaði metin á 63. mínútu þegar hann potaði boltanum í markið eftir að Ármann Smári Björnsson skallaði í stöngina. Og aðeins þremur mínútum síðar kom Darren Lough heimamönnum yfir. Garðar kláraði svo leikinn með sínu þriðja marki á 72. mínútu. Lokatölur 4-2, ÍA í vil.Af hverju vann ÍA? Stutta svarið: Garðar Gunnlaugsson. Framherjinn er sjóðheitur þessa dagana og það er einfaldlega allt inni hjá honum. Garðar byrjaði á því að afgreiða víti en var svo lítt áberandi þangað til hann jafnaði metin á ný. Þriðja markið kom eftir frábæra sendingu Ólafs Vals Valdimarssonar á fjærstöng. Garðar tók við boltanum og afgreiddi hann í fjærhornið. Frábær dagur hjá Garðari sem er orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni. Annars spiluðu Skagamenn góðan fótbolta í leiknum í kvöld, létu boltann ganga betur en þeir hafa gert í sumar, fækkuðu löngu sendingunum og vörðust svo vel eftir að hafa komist í 4-2.Þessir stóðu upp úr Augljóslega Garðar sem var mjög beittur líkt og gegn KR. Framlag hans er Skagaliðinu ómetanlegt en hann hefur skorað átta af 11 mörkum liðsins í sumar. Þá hefur hann gert jafn mörg mörk og allt KR-liðið í sumar. Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjaði fjórða leikinn í röð og samvinna hans og Garðars verður alltaf betri og betri. Garðar og Martin Hummervoll náðu engan veginn saman í upphafi móts en nú virðist Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, vera búinn að finna rétta félagann fyrir Garðar í framlínunni. Tryggvi var mjög líflegur og þótt það hafi fátt gengið upp hjá honum framan af leik hætti hann aldrei að reyna og átti stoðsendinguna á Lough í þriðja markinu. Lough átti fínan leik sem og Iain Williamson inni á miðjunni. Vörnin stóð svo sína plikt að mestu leyti vel.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru með leikinn í hendi sér í seinni hálfleik en köstuðu sigrinum frá sér með slökum varnarleik. Skagamenn byrjuðu að keyra upp vinstri kantinn eftir mark Brynjars Gauta. Tryggvi var duglegur að draga sig þangað og búa til yfirtölu sem gestirnir réðu ekki við. Þriðja markið kom eftir sókn upp vinstri kantinn en rétt á undan hafði Tryggvi átt fínt skot þaðan sem Duwayne Kerr varði. Jamaíkumaðurinn átti annars ekkert sérstakan leik og átti að gera miklu betur í þriðja marki Garðars. Fyrstu tvö mörk Skagamanna komu eftir föst leikatriði. Fyrst fékk Jóhann Laxdal, sem átti afar erfitt uppdráttar í leiknum og var tekinn út af í hálfleik, dæmda á sig vítaspyrnu fyrir hendi og svo gleymdu gestirnir að dekka Ármann Smára í hornspyrnu. Og það er ávísun á vandræði gegn ÍA.Hvað gerist næst? Það er langt í næstu leiki liðanna. ÍA á ekki leik fyrr en 10. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Skagamönnum gefst þar tækifæri til að klífa enn ofar í töfluna. Stjörnumenn mæta sjóðheitum Fjölnismönnum á heimavelli 11. júlí og verða einfaldlega að vinna til að halda sér á lífi í toppbaráttunni. Þeir verða hins vegar að sýna að þeir eigi eitthvað erindi þangað. Það gerðu þeir ekki í kvöld.Gunnlaugur: Var hálf óttasleginn í seinni hálfleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum kátur í leikslok. Hann segir að Skagamenn hafi nýtt tímann sem þeir höfðu fram að leiknum gegn KR í síðustu umferð vel. „Vikan var mjög þétt, við tókum vel á og mættum grimmir til leiks. Við ræddum um að það væri hægt að byrja eins konar nýtt mót,“ sagði Gunnlaugur en Akurnesingar eru nú komnir upp í 9. sæti deildarinnar með 10 stig, þremur stigum frá fallsæti. Aðspurður hvað Skagamenn hafi gert rétt í leiknum í kvöld sagði Gunnlaugur: „Þetta var dálítið sérstakur leikur. Við vorum ekki alveg jafn þéttir í fyrri hálfleik eins og maður vildi og við vorum í smá basli en sköpuðum samt færi,“ sagði Gunnlaugur en hans menn voru lengi í gang í seinni hálfleik og lentu aftur undir. „Ég var hálf óttasleginn í seinni hálfleik. Við vorum hálf andlausir í byrjun hans en með jöfnunarmarkinu kom aukakraftur í liðið og við fylgdum því frábærlega eftir með tveimur mörkum,“ sagði Gunnlaugur sem var skiljanlega sáttur með framlag Garðars Gunnlaugssonar sem skoraði þrennu í leiknum. „Við erum með sjóðandi heitan framherja sem gerði tvö mörk í síðasta leik og þrennu í dag og það er alveg geggjað.“Brynjar Björn: Töpuðum miðjunni og baráttunni „Mér fannst við vera með leikinn í hendi okkar eftir að við komust í 2-1 og í fínni stöðu. En svo fá þeir horn og skora úr því og eftir það töpuðum við miðjunni og baráttunni,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, þegar hann var spurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum eftir að þeir komust yfir í seinni hálfleik. „Það fyrsta sem þú þarft að gera þegar þú kemur upp á Skaga er að berjast og hlaupa. Við gerðum það fyrsta klukkutímann, eða þangað til þeir jöfnuðu í 2-2. „Eftir það vorum við ekki nógu góðir, ekki nógu grimmir í varnarleiknum og ekki nógu beittir í sókninni,“ sagði Brynjar sem stýrði Stjörnunni í leiknum í kvöld í fjarveru Rúnars Páls Sigmundssonar sem tók út leikbann. Brynjari fannst Stjörnumenn ekki ógna nægilega mikið á lokakaflanum þegar þeir þurftu tvö mörk til að jafna metin. „Þeir gátu legið til baka og vörðust vel og voru svo alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við sköpuðum ekki nógu mörg færi eftir þeir skora fjórða markið,“ sagði Brynjar. Hann kvaðst ósáttur með að Stjörnunni hafi ekki tekist að fylgja sigrinum á ÍBV í síðustu umferð betur eftir. „Þetta eru mikil vonbrigði en nú þurfum við bara að æfa vel og undirbúa okkur vel fyrir næsta leik gegn Fjölni,“ sagði Brynjar að endingu.Garðar: Finnst við ná mjög vel saman Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA vann 4-2 sigur á Stjörnunni á Akranesi í kvöld. Skagamenn lentu tvisvar undir í leiknum en frábær kafli um miðbik seinni hálfleiks, þar sem ÍA gerði þrjú mörk á níu mínútum, gerði útslagið. „Ég er hrikalega ánægður. Þetta var liðssigur og við erum mjög sáttir,“ sagði Garðar eftir leik. „Þetta sýnir karakterinn í liðinu. Þetta gerðist líka í fyrra, við vorum að lenda undir og svo keyrðum við okkur í gang.“ Skagamenn hafa nú unnið tvo leiki í röð, gegn KR og Stjörnunni, en Garðar hefur skorað fimm af sex mörkum ÍA í þessum leikjum. Framherjinn öflugi er alls kominn með átta mörk í Pepsi-deildinni og er orðinn markahæsti leikmaður hennar. „Við ákváðum að byrja tímabilið fyrir alvöru í síðasta leik og það hefur heldur betur tekist,“ sagði Garðar sem hefur í undanförnum leikjum verið með Tryggva Hrafn Haraldsson sér við hlið í framlínunni. Garðar kveðst ánægður með þeirra samvinnu. „Það er frábært að hafa Tryggva, hann er þindarlaus, hleypur endalaust bak við varnirnar og skapar pláss fyrir mig. Mér finnst við ná mjög vel saman,“ sagði alsæll Garðar Gunnlaugsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira