Pabbi stúderaði tóntegundir fyrir steingeitur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2016 09:30 Jóhann kom til Íslands nú meðal annars til að þakka fyrir listamannalaunin, en á líka eftir að vinna að þeim tveimur verkefnum sem umsókn hans snerist um. Hann spilar á morgun í Salnum með Snorra Sigfúsi. Vísir/Hanna Það er svolítið skrítið að vera að koma frá Frakklandi núna og synda þannig móti straumnum, auðvitað er mjög gaman að fylgjast með fótboltanum og alltaf betra þegar gengur vel,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega. Hann er búsettur í París en kominn heim til að spila á síðdegistónleikum á morgun í Salnum með móðurbróður sínum, Snorra Sigfúsi Birgissyni píanóleikara. „Mér rennur blóðið til skyldunnar því ég fékk íslensk listamannalaun í sex mánuði. Það var stórkostlegt og kom á góðum tíma fyrir mig, ég var einmitt að kaupa mér barokktrompet.“ Jóhann er sonur flautuleikaranna Guðrúnar Birgisdóttur og Martial Nardeau og ólst upp í Kópavogi. Hann flutti 2006 til Parísar og hefur búið þar síðan. Vorið 2013 lauk hann mastersprófi frá Parísarkonservatoríinu með hæstu einkunn. Hann hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum trompetkeppnum í Búdapest 2009 og Moskvu 2011 og í febrúar 2013 vann hann Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Bjartasta vonin. Tónleikarnir í Salnum verða stuttir, rétt rúman klukkutíma – út af fótboltanum, að sögn Jóhanns. En hvað ætla þeir frændur að flytja? „Við spilum Sequenza X eftir Luciano Berio og Blast eftir Atla Ingólfsson, sem límir prógrammið dálítið saman, hann lærði á Ítalíu og í París og sækir effekta í Berio. Hin tvö verkin, Sonate pur Jóhann eftir Martial Nardeau og Ari á Unnarsstöðum eftir Snorra Sigfús eru einhvers konar leynt uppeldisstarf hjá föður mínum og frænda. Pabbi samdi verkið sérstaklega fyrir þessa tónleika, var búinn að stúdera hvaða tóntegundir og nótur væru góðar fyrir steingeitur! Það er ár síðan hann sendi mér verkið og ég hlakka til að frumflytja það. Síðast þegar ég frumflutti íslenskt verk var það svíta fyrir trompet og hljómsveit eftir Hafliða Hallgríms. Það er langt síðan, eiginlega í öðru lífi. Ari á Unnarsstöðum hefur held ég ekki verið spilaður síðan við Snorri spiluðum hann á burtfarartónleikunum mínum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrir tíu árum.“ Jóhann segir alltaf erfitt að setja lýsingarorð á tónverk og jafnvel hættulegt séu þau ný. „Berio er auðvitað mikið spilaður og það er meira hægt að spjalla um hann en ég held að tónleikarnir verði góðir fyrir þá sem fíla bæði nýja músík og brass.“ Jóhann er í lausamennsku í París og býst við að vera sestur þar að. „Það eru komin tíu ár frá því ég flutti út og ræturnar eru komnar ansi djúpt. Fyrir utan að eiga föðurafa og föðursystur í Frakklandi á ég franska kærustu. Aurélia Marchais heitir hún og er tónmenntakennari. Hún er úti núna og var í íslenskri landsliðstreyju á bar innan um Englendinga og Austurríkismenn að horfa á leikinn, Ísland/England.“ Á tíu árum kveðst Jóhann líka hafa eignast vinahóp og tengslanet sem tvinnist saman. „Það er svo stutt á milli vináttu og samstarfs yfir í hrein og bein vinnutilboð. Frílansfólk hjálpast að við að gefa hvert öðru gigg. Því þarf auðvitað að ganga vel að spila saman og betra er ef gaman er að hanga saman.“ Þó kveðst hann leynt og ljóst sækjast eftir fastráðningu við hljómsveit. Það sé betra upp á fasta innkomu þó frílanskerfið í Frakklandi sé afskaplega fínt. Svo byrjaði hann að kenna síðasta vetur. „Ég er með sjö nemendur í litlum tónlistarskóla í úthverfi Parísar. Það er tilbreyting og gott og blessað að vinna grunnvinnu með börnunum. Þau koma með hljóðfærin sín og sum æfa sig mikið og önnur lítið, eins og gengur. Kosturinn við lausamennsku, sem er auðvitað gallinn á sama tíma, er hvað maður er að vinna með mismunandi fólki og í mismunandi stílum. Það er mikil nánd við hinn klassíska dans í París og svo eru hornaflokkar, óperur, söngleikir og kammertónleikar. Menningarlífið í París er afskaplega fjölbreytilegt.“ Sem sagt engin heimþrá? „Neeii. Hin praktíska hlið er í góðum gír hjá mér þetta árið þó ég geti ekkert farið út í banka og beðið um lán til að kaupa bíl. En það er margt sem vegur upp á móti og gerir að verkum að ég er sáttur. Þegar ég kem heim fæ ég samt innblástur frá fjölskyldunni minni og íslenskri náttúru, því er alltaf gaman þegar verkefni detta inn hér.“ Eins og fram kom í upphafi spjallsins hefur Jóhann fylgst með góðu gengi íslenska landsliðsins í fótbolta og kveðst hafa farið ásamt unnustunni og nokkrum íslenskum skólafélögum á Austurríkisleikinn. „Það var meiri háttar. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar strákarnir skoruðu 2-1. Ótrúlegt líka að sjá alla austurrísku stuðningsmennina, þeir klöppuðu fyrir íslensku stuðningsmönnunum fyrir utan völlinn. Afskaplega prúðir. Ég held að flestir haldi með Íslendingum og geggjað að sjá hvernig þeir spila betur og betur. Ég var svona tvo daga að ná röddinni aftur eftir leikinn. Eins gott að ég er ekki söngvari.“ En með hverjum ætlar hann að halda á sunnudaginn? „Það verður pínu vandræðalegt. Frakkar hafa mikið forskot á Ísland, spilandi á sínum þjóðarleikvangi sem þeir urðu heimsmeistarar á. Ég held auðvitað með Íslandi!“ Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er svolítið skrítið að vera að koma frá Frakklandi núna og synda þannig móti straumnum, auðvitað er mjög gaman að fylgjast með fótboltanum og alltaf betra þegar gengur vel,“ segir Jóhann Nardeau trompetleikari glaðlega. Hann er búsettur í París en kominn heim til að spila á síðdegistónleikum á morgun í Salnum með móðurbróður sínum, Snorra Sigfúsi Birgissyni píanóleikara. „Mér rennur blóðið til skyldunnar því ég fékk íslensk listamannalaun í sex mánuði. Það var stórkostlegt og kom á góðum tíma fyrir mig, ég var einmitt að kaupa mér barokktrompet.“ Jóhann er sonur flautuleikaranna Guðrúnar Birgisdóttur og Martial Nardeau og ólst upp í Kópavogi. Hann flutti 2006 til Parísar og hefur búið þar síðan. Vorið 2013 lauk hann mastersprófi frá Parísarkonservatoríinu með hæstu einkunn. Hann hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum trompetkeppnum í Búdapest 2009 og Moskvu 2011 og í febrúar 2013 vann hann Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Bjartasta vonin. Tónleikarnir í Salnum verða stuttir, rétt rúman klukkutíma – út af fótboltanum, að sögn Jóhanns. En hvað ætla þeir frændur að flytja? „Við spilum Sequenza X eftir Luciano Berio og Blast eftir Atla Ingólfsson, sem límir prógrammið dálítið saman, hann lærði á Ítalíu og í París og sækir effekta í Berio. Hin tvö verkin, Sonate pur Jóhann eftir Martial Nardeau og Ari á Unnarsstöðum eftir Snorra Sigfús eru einhvers konar leynt uppeldisstarf hjá föður mínum og frænda. Pabbi samdi verkið sérstaklega fyrir þessa tónleika, var búinn að stúdera hvaða tóntegundir og nótur væru góðar fyrir steingeitur! Það er ár síðan hann sendi mér verkið og ég hlakka til að frumflytja það. Síðast þegar ég frumflutti íslenskt verk var það svíta fyrir trompet og hljómsveit eftir Hafliða Hallgríms. Það er langt síðan, eiginlega í öðru lífi. Ari á Unnarsstöðum hefur held ég ekki verið spilaður síðan við Snorri spiluðum hann á burtfarartónleikunum mínum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík fyrir tíu árum.“ Jóhann segir alltaf erfitt að setja lýsingarorð á tónverk og jafnvel hættulegt séu þau ný. „Berio er auðvitað mikið spilaður og það er meira hægt að spjalla um hann en ég held að tónleikarnir verði góðir fyrir þá sem fíla bæði nýja músík og brass.“ Jóhann er í lausamennsku í París og býst við að vera sestur þar að. „Það eru komin tíu ár frá því ég flutti út og ræturnar eru komnar ansi djúpt. Fyrir utan að eiga föðurafa og föðursystur í Frakklandi á ég franska kærustu. Aurélia Marchais heitir hún og er tónmenntakennari. Hún er úti núna og var í íslenskri landsliðstreyju á bar innan um Englendinga og Austurríkismenn að horfa á leikinn, Ísland/England.“ Á tíu árum kveðst Jóhann líka hafa eignast vinahóp og tengslanet sem tvinnist saman. „Það er svo stutt á milli vináttu og samstarfs yfir í hrein og bein vinnutilboð. Frílansfólk hjálpast að við að gefa hvert öðru gigg. Því þarf auðvitað að ganga vel að spila saman og betra er ef gaman er að hanga saman.“ Þó kveðst hann leynt og ljóst sækjast eftir fastráðningu við hljómsveit. Það sé betra upp á fasta innkomu þó frílanskerfið í Frakklandi sé afskaplega fínt. Svo byrjaði hann að kenna síðasta vetur. „Ég er með sjö nemendur í litlum tónlistarskóla í úthverfi Parísar. Það er tilbreyting og gott og blessað að vinna grunnvinnu með börnunum. Þau koma með hljóðfærin sín og sum æfa sig mikið og önnur lítið, eins og gengur. Kosturinn við lausamennsku, sem er auðvitað gallinn á sama tíma, er hvað maður er að vinna með mismunandi fólki og í mismunandi stílum. Það er mikil nánd við hinn klassíska dans í París og svo eru hornaflokkar, óperur, söngleikir og kammertónleikar. Menningarlífið í París er afskaplega fjölbreytilegt.“ Sem sagt engin heimþrá? „Neeii. Hin praktíska hlið er í góðum gír hjá mér þetta árið þó ég geti ekkert farið út í banka og beðið um lán til að kaupa bíl. En það er margt sem vegur upp á móti og gerir að verkum að ég er sáttur. Þegar ég kem heim fæ ég samt innblástur frá fjölskyldunni minni og íslenskri náttúru, því er alltaf gaman þegar verkefni detta inn hér.“ Eins og fram kom í upphafi spjallsins hefur Jóhann fylgst með góðu gengi íslenska landsliðsins í fótbolta og kveðst hafa farið ásamt unnustunni og nokkrum íslenskum skólafélögum á Austurríkisleikinn. „Það var meiri háttar. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar strákarnir skoruðu 2-1. Ótrúlegt líka að sjá alla austurrísku stuðningsmennina, þeir klöppuðu fyrir íslensku stuðningsmönnunum fyrir utan völlinn. Afskaplega prúðir. Ég held að flestir haldi með Íslendingum og geggjað að sjá hvernig þeir spila betur og betur. Ég var svona tvo daga að ná röddinni aftur eftir leikinn. Eins gott að ég er ekki söngvari.“ En með hverjum ætlar hann að halda á sunnudaginn? „Það verður pínu vandræðalegt. Frakkar hafa mikið forskot á Ísland, spilandi á sínum þjóðarleikvangi sem þeir urðu heimsmeistarar á. Ég held auðvitað með Íslandi!“
Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira