Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júní 2016 20:22 Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.” Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.”
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07