Ekkert bendir til saknæmi Clinton í tengslum við árás í Benghazi 2012 Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2016 14:40 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð. Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð.
Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30
Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49
Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58
Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56