Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 11:07 Samtökin No Borders deila myndbandi frá atburðum næturinnar. Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar. Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar.
Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34