Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2016 10:00 Rögnvaldur Örn Jónsson með 86 sm lax úr Bárðarbungu í Langá Mynd: Sævar Haukdal Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið mjög góð þessa viku sem áinn hefur verið opin og það virðist stefna í got sumar. Fossinn Skugga þekkja margir en í honum er fyrsti laxastiginn í Langá. Áin er komin í dæmigert júnívatn eftir að hafa verið mun vatnsminni í opnun og hefur hlýnað aðeins í rigningunum. Upplýsingarnar sem teljarinn gefur er t.d. stærð laxa og fjöldi sem gengur í ánna. Staðan í teljaranum um miðjan dag í dag var 896 laxar en var komin í 1003 laxa klukkan 22:00 og það fór ekkert framhjá veiðimönnum sem veiddu svæðið neðan við Skugga að þar fór nokkuð stór ganga um á þessum tíma enda var lax að stökkva um allt en takan var afar lítil á meðan á þessu stóð. Þetta er mesta laxagengd á þessum árstíma frá því að teljarinn var settur niður og er líklega um 40% meiri laxgengd en á góðum árum í ánni. Veiðin er líka búin að vera góð en í kvöld voru komnir 168 laxar á land þrátt fyrir að takan síðustu tvo daga hafi verið afskaplega róleg á stundum. Stórlaxahlutfallið er ca 20% og daglega veiðast 4-6 laxar um og yfir 80 sm. Á meðfylgjandi myndum má einmitt sjá 86 sm fisk sem Rögnvaldur Örn Jónsson veiddi í Bárðarbungu en landaði 300 metrum neðar, slík voru lætin. Yfir 100 laxar eru gengnir uppá efsta svæðið sem er kallað Fjallið og þar hafa þegar veiðst þrír laxar. Það er því óhætt að segja að það er ekkert venjulegt við þetta sumar eða það sem er búið af því í Langá. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið mjög góð þessa viku sem áinn hefur verið opin og það virðist stefna í got sumar. Fossinn Skugga þekkja margir en í honum er fyrsti laxastiginn í Langá. Áin er komin í dæmigert júnívatn eftir að hafa verið mun vatnsminni í opnun og hefur hlýnað aðeins í rigningunum. Upplýsingarnar sem teljarinn gefur er t.d. stærð laxa og fjöldi sem gengur í ánna. Staðan í teljaranum um miðjan dag í dag var 896 laxar en var komin í 1003 laxa klukkan 22:00 og það fór ekkert framhjá veiðimönnum sem veiddu svæðið neðan við Skugga að þar fór nokkuð stór ganga um á þessum tíma enda var lax að stökkva um allt en takan var afar lítil á meðan á þessu stóð. Þetta er mesta laxagengd á þessum árstíma frá því að teljarinn var settur niður og er líklega um 40% meiri laxgengd en á góðum árum í ánni. Veiðin er líka búin að vera góð en í kvöld voru komnir 168 laxar á land þrátt fyrir að takan síðustu tvo daga hafi verið afskaplega róleg á stundum. Stórlaxahlutfallið er ca 20% og daglega veiðast 4-6 laxar um og yfir 80 sm. Á meðfylgjandi myndum má einmitt sjá 86 sm fisk sem Rögnvaldur Örn Jónsson veiddi í Bárðarbungu en landaði 300 metrum neðar, slík voru lætin. Yfir 100 laxar eru gengnir uppá efsta svæðið sem er kallað Fjallið og þar hafa þegar veiðst þrír laxar. Það er því óhætt að segja að það er ekkert venjulegt við þetta sumar eða það sem er búið af því í Langá.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði