Ólga og rasismi í Bretlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 28. júní 2016 07:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Brexit Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.
Brexit Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira