Pundið ekki lægra í 31 ár Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júní 2016 07:00 Eftir að niðurstaða Brexit-kosninganna lág fyrir hefur gengi Sterlingspunds lækkað um tólf prósent. Fréttablaðið/EPA Gengi sterlingspunds hefur hrunið síðan að niðurstöður Brexit-kosninganna lágu fyrir og ljóst var að Bretland hyggst yfirgefa Evrópusambandið.Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, býst við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir líklegra að breskir ferðamenn muni neyta minna hér á landi í ferðum sínum en að hætta við að koma. Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal var 1,32 í gær og hefur ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni er 165 krónur og hefur lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. „Óvissan er mikil og pólitískur óstöðugleiki er ekki að bæta aðstæður. Markaðir munu halda áfram að sveiflast við fréttir um áframhaldið," segir Þóra Helgadóttir sem einnig situr í fjármálaráði Alþingis.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir erfitt að meta það hvort gengi pundsins muni halda áfram að lækka. „Það er ekkert sem getur þannig séð stöðvað lækkunina ef allt fer á versta veg, en þetta fer rosalega mikið eftir viðbrögðum breskra stjórnvalda um næstu skref og viðbrögð ESB." Konráð segir áhrifin á Íslandi vera fyrst og fremst að kaupmáttur Breta minnkar, bæði þeirra sem kaupa fisk og ferðast til Íslands. Gengið hefur meiri áhrif á hversu mikið fólk neytir og dvalartíma þeirra, en hefur minni áhrif á það hvort fólk komi til landsins eða ekki," segir Konráð S. Guðjónsson. Brexit Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Gengi sterlingspunds hefur hrunið síðan að niðurstöður Brexit-kosninganna lágu fyrir og ljóst var að Bretland hyggst yfirgefa Evrópusambandið.Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, býst við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir líklegra að breskir ferðamenn muni neyta minna hér á landi í ferðum sínum en að hætta við að koma. Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal var 1,32 í gær og hefur ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni er 165 krónur og hefur lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. „Óvissan er mikil og pólitískur óstöðugleiki er ekki að bæta aðstæður. Markaðir munu halda áfram að sveiflast við fréttir um áframhaldið," segir Þóra Helgadóttir sem einnig situr í fjármálaráði Alþingis.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir erfitt að meta það hvort gengi pundsins muni halda áfram að lækka. „Það er ekkert sem getur þannig séð stöðvað lækkunina ef allt fer á versta veg, en þetta fer rosalega mikið eftir viðbrögðum breskra stjórnvalda um næstu skref og viðbrögð ESB." Konráð segir áhrifin á Íslandi vera fyrst og fremst að kaupmáttur Breta minnkar, bæði þeirra sem kaupa fisk og ferðast til Íslands. Gengið hefur meiri áhrif á hversu mikið fólk neytir og dvalartíma þeirra, en hefur minni áhrif á það hvort fólk komi til landsins eða ekki," segir Konráð S. Guðjónsson.
Brexit Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira