Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 09:26 Hlutabréfaverð í mörgum bílafyrirtækjum hafa hríðfallið í kjölfar Brexit. Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%). Brexit Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent
Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%).
Brexit Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent