255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2016 09:00 Thomas Eldor með stórlax úr opnun Ytri Rangár. Mynd: West Ranga FB Veiðin í Ytri Rangá fór af stað með hvelli þegar 122 löxum var landað á fyrsta veiðidegi sumarsins í ánni. Opnunarhollið lauk veiðum í gær og niðurstaðan er besta opnunarholl í Ytri Rangá frá upphafi. Samtals veiddust 255 laxar á þremur dögum sem er eins og góð holl gera á besta tíma. Í skeyti frá Jóhannesi Hinrikssyni staðarhaldara við Ytri Rangá var mikið af 90-97 sm löxum og heill hellingur af löxum sem voru 80-90 sm. Laxarnir eru virkilega vel haldnir og það er greinilegt að tveggja ára laxinn á landsvísu hefur verið á góðum fæðuslóðum í vetur. Það er fiskur upp um alla á og núna fer að færast meiri kraftur í göngurnar eins og gerist á þessum árstíma og haldi þetta áfram með góðum göngum af eins árs laxi eins og flestir búast við er ljóst að það verður veisla við Ytri Rangá í sumar. Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Veiðin í Ytri Rangá fór af stað með hvelli þegar 122 löxum var landað á fyrsta veiðidegi sumarsins í ánni. Opnunarhollið lauk veiðum í gær og niðurstaðan er besta opnunarholl í Ytri Rangá frá upphafi. Samtals veiddust 255 laxar á þremur dögum sem er eins og góð holl gera á besta tíma. Í skeyti frá Jóhannesi Hinrikssyni staðarhaldara við Ytri Rangá var mikið af 90-97 sm löxum og heill hellingur af löxum sem voru 80-90 sm. Laxarnir eru virkilega vel haldnir og það er greinilegt að tveggja ára laxinn á landsvísu hefur verið á góðum fæðuslóðum í vetur. Það er fiskur upp um alla á og núna fer að færast meiri kraftur í göngurnar eins og gerist á þessum árstíma og haldi þetta áfram með góðum göngum af eins árs laxi eins og flestir búast við er ljóst að það verður veisla við Ytri Rangá í sumar.
Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði