Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 24. júní 2016 22:44 Bjarni Guðjónsson er í líklega eftirsóttasta starfinu í íslenskum fótbolta en því fylgir mikil pressa. vísir/anton Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira