Bretar kjósa að yfirgefa ESB Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. júní 2016 06:30 Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. vísir/bjarni einarsson Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15