Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2016 20:59 Þóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans. Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans.
Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent