Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2016 14:48 Tekist á við lax á Rangárflúðum í morgun Mynd: Jóhannes Hinriksson Ytri Rangá opnaði fyrir veiðimönnum í morgun og það er ljóst að met hefur verið slegið í fjölda laxa á fyrstu vakt. Svo til allar laxveiðiárnar sem hafa opnað fyrir veiði hafa átt frábæran fyrsta dag en það er ekkert sem hefur hingað til eða á eftir að ná veislunni sem var við bakka Ytri Rangá í morgun. Samtals komu 87 laxar á land fyrir hádegi og þar af var ein os sama stöngin með 32 laxa og þar af 24 stórlaxa. Áin hefur skilað svona morgnum á bestu dögunum á besta tímanum en að sjá svona veiðitölu á fyrsta degi er algjörlega fáheyrt. Allir helstu veiðistaðir eru inni en að venju er Djúpós mjög sterkur sem og Tjarnarbreiða en mikið af laxi er líka í Ægissíðufossi, Staur og Hrafnakletta. Aðstæður voru hinar bestu í morgun og voru veiðimenn jafnvel að spreyta sig á að hitcha suma staðina með góðum árangri en það er taktík sem ekki er notuð mikið svona á fyrsta degi. Það má alveg reikna með að lokatala dagsins teygi sig í 150 laxa en þá er það líka þannig met að erfitt verður að slá það. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Nýr vildarklúbbur hjá Lax-Á hefur göngu sína Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði
Ytri Rangá opnaði fyrir veiðimönnum í morgun og það er ljóst að met hefur verið slegið í fjölda laxa á fyrstu vakt. Svo til allar laxveiðiárnar sem hafa opnað fyrir veiði hafa átt frábæran fyrsta dag en það er ekkert sem hefur hingað til eða á eftir að ná veislunni sem var við bakka Ytri Rangá í morgun. Samtals komu 87 laxar á land fyrir hádegi og þar af var ein os sama stöngin með 32 laxa og þar af 24 stórlaxa. Áin hefur skilað svona morgnum á bestu dögunum á besta tímanum en að sjá svona veiðitölu á fyrsta degi er algjörlega fáheyrt. Allir helstu veiðistaðir eru inni en að venju er Djúpós mjög sterkur sem og Tjarnarbreiða en mikið af laxi er líka í Ægissíðufossi, Staur og Hrafnakletta. Aðstæður voru hinar bestu í morgun og voru veiðimenn jafnvel að spreyta sig á að hitcha suma staðina með góðum árangri en það er taktík sem ekki er notuð mikið svona á fyrsta degi. Það má alveg reikna með að lokatala dagsins teygi sig í 150 laxa en þá er það líka þannig met að erfitt verður að slá það.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Nýr vildarklúbbur hjá Lax-Á hefur göngu sína Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði