Sannar sögur á sýningu um Jökuldælinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2016 10:30 Páll Pálsson er sjálfmenntaður fræðimaður sem unir sér hvergi betur en á æskuheimilinu Aðalbóli. Myndir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir „Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira