Mjótt á munum milli fylkinga á lokadegi Brexit-kosningabaráttunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 11:30 Framtíð Bretlands innan ESB ræðst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Samsett - AFP Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags. Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags.
Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00
Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15