Ólíðandi óréttlæti Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Ekki verður annað sagt en að niðurstaða kjarakönnunar Bandalags háskólamanna (BHM) sem kynnt var í gær komi á óvart. Í stað þess að þokist í rétta átt við að eyða launamun kynjanna kemur í ljós að kynbundinn launamunur hefur aukist á milli ára. Í ljós kemur að kynbundinn launamunur er 11,7 prósent á síðasta ári og það þegar leiðrétt hefur verið fyrir þáttum sem áhrif hafa á heildargreiðslur, svo sem mismunandi starfshlutfalli, fjölda vinnustunda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. Staða kvenna er 2,3 prósentustigum lakari en ári fyrr þegar leiðréttur launamunur var 9,4 prósent. Um er að ræða afturför sem er náttúrlega sláandi í ljósi mikillar umræðu, stefnumörkunar og baráttu við að útrýma launamun síðustu ár. Skýringa hlýtur að vera þörf frá ríkinu og þeim sveitarfélögum sem ljóst er að mega vita upp á sig skömmina í þessum efnum. Hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum hefur launamunur kynjanna nefnilega minnkað. Sem þýðir að enn meira hallar á konur hjá ríkinu og hinum sveitarfélögunum fyrst launamunurinn eykst í heildina á milli ára. Sveiflan er töluverð. Á meðan launamunur minnkar hjá Reykjavík milli 2014 og 2015 um fjögur prósentustig, fer úr 13 prósentum í níu, þá eykst hann um 11 prósentustig hjá öðrum sveitarfélögum, fer úr 18 prósentum í 29 prósent á síðasta ári. Hjá ríkinu eykst hallinn um tvö prósentustig, fer úr 14 prósentum í sextán. Þá er hárrétt sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, bendir á í frétt blaðsins af þessum málum í dag að ekki þurfi síður að skoða óleiðréttan launamun kynjanna, sem er rétt tæp 18 prósent. „Hann segir okkur meiri sögu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði,“ segir hún og það er hárrétt. Það er til dæmis til lítils að tala um jafnrétti kynjanna og jafna stöðu á vinnumarkaði þegar þak á greiðslur vegna fæðingarorlofs er jafn lágt og raun ber vitni. Ljóst er að karlar, sem eru launahærri, taka þá síður slíkt orlof og það viðheldur ójafnvægi kynjanna á vinnumarkaði. „Umfang vandans er það mikið að við erum að tala um mannréttindabrot. Þetta eru brot á lögum og það verður að taka á þeim á öllum vinnumarkaðnum,“ segir Þórunn líka í blaðinu í dag og bendir á að vegna þessa misréttis séu ævitekjur kvenna lægri sem aftur þýði að þær fái lægri lífeyri og séu á verri kjörum en karlar alla sína ævi. Sú spurning hlýtur að vakna, að því gefnu að fólk geti skrifað undir að í launamuninum felist mannréttindabrot, hvort ekki sé eðlilegt að bæta konum upp hallann með einhverjum hætti þegar til dæmis kemur að töku lífeyris. „Þetta er risastórt samfélagsmál,“ segir Þórunn og það er rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun
Ekki verður annað sagt en að niðurstaða kjarakönnunar Bandalags háskólamanna (BHM) sem kynnt var í gær komi á óvart. Í stað þess að þokist í rétta átt við að eyða launamun kynjanna kemur í ljós að kynbundinn launamunur hefur aukist á milli ára. Í ljós kemur að kynbundinn launamunur er 11,7 prósent á síðasta ári og það þegar leiðrétt hefur verið fyrir þáttum sem áhrif hafa á heildargreiðslur, svo sem mismunandi starfshlutfalli, fjölda vinnustunda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. Staða kvenna er 2,3 prósentustigum lakari en ári fyrr þegar leiðréttur launamunur var 9,4 prósent. Um er að ræða afturför sem er náttúrlega sláandi í ljósi mikillar umræðu, stefnumörkunar og baráttu við að útrýma launamun síðustu ár. Skýringa hlýtur að vera þörf frá ríkinu og þeim sveitarfélögum sem ljóst er að mega vita upp á sig skömmina í þessum efnum. Hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum hefur launamunur kynjanna nefnilega minnkað. Sem þýðir að enn meira hallar á konur hjá ríkinu og hinum sveitarfélögunum fyrst launamunurinn eykst í heildina á milli ára. Sveiflan er töluverð. Á meðan launamunur minnkar hjá Reykjavík milli 2014 og 2015 um fjögur prósentustig, fer úr 13 prósentum í níu, þá eykst hann um 11 prósentustig hjá öðrum sveitarfélögum, fer úr 18 prósentum í 29 prósent á síðasta ári. Hjá ríkinu eykst hallinn um tvö prósentustig, fer úr 14 prósentum í sextán. Þá er hárrétt sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, bendir á í frétt blaðsins af þessum málum í dag að ekki þurfi síður að skoða óleiðréttan launamun kynjanna, sem er rétt tæp 18 prósent. „Hann segir okkur meiri sögu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði,“ segir hún og það er hárrétt. Það er til dæmis til lítils að tala um jafnrétti kynjanna og jafna stöðu á vinnumarkaði þegar þak á greiðslur vegna fæðingarorlofs er jafn lágt og raun ber vitni. Ljóst er að karlar, sem eru launahærri, taka þá síður slíkt orlof og það viðheldur ójafnvægi kynjanna á vinnumarkaði. „Umfang vandans er það mikið að við erum að tala um mannréttindabrot. Þetta eru brot á lögum og það verður að taka á þeim á öllum vinnumarkaðnum,“ segir Þórunn líka í blaðinu í dag og bendir á að vegna þessa misréttis séu ævitekjur kvenna lægri sem aftur þýði að þær fái lægri lífeyri og séu á verri kjörum en karlar alla sína ævi. Sú spurning hlýtur að vakna, að því gefnu að fólk geti skrifað undir að í launamuninum felist mannréttindabrot, hvort ekki sé eðlilegt að bæta konum upp hallann með einhverjum hætti þegar til dæmis kemur að töku lífeyris. „Þetta er risastórt samfélagsmál,“ segir Þórunn og það er rétt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun