Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2016 14:42 Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum í gærkvöldi. vísir/friðrik árnason/loftmyndir.is „Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira