Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Stuðningsmenn Vote Leave segja kjósendum að trúa ekki forsætisráðherranum David Cameron sem styður Remain. Nordicphotos/AFP Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira