Allt vænir tveggja ára laxar í klakveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2016 17:15 Árni Kristinn Skúlason með 95 sm hæng úr Fagradal sem fór í klakkistu. Það er óhætt að segja að það gangi vel að ná í stórlaxa í klakið í Eystri Rangá en yfir 150 laxar eru komnir í klakveiðina nú þegar. Það er mikilvægt að ná þessum snemmgengnu stórlöxum til að rækta undan þeim en það skilar snemmgengnum stórlaxi aftur í ánna. Nú þegar er búið að ná 150 löxum í klakið og það bara með ansi léttri ástundun sem segir að það er greinilega nokkuð magn af laxi gegnin í Eystri Rangá. Laxarnir hafa verið að veiðast alveg upp á Fagradal á svæði 9 en á veiðistaðnum Tunguvaði sem er þar fyrir ofan veiddust til að mynda tveir laxar yfir 90 sm um helgina og vigtaði annar þeirra 10.2 kíló en 95 sm að lengd. "Það sem vekur athygli við tölfræðina núna er að þetta er allt vænn tveggja ára lax og hlutfallið um það bil 70-80% hrygnur sem segir manni yfirleitt að gangan sé bara rétt að byrja" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi. Eystri Rangá opnar 1. júlí og bíða veiðimenn sem eiga bókaða daga fyrstu dagana eftir því með mikilli eftirvæntingu því það er mikið af laxi á nokkrum stöðum. Tjarnarhylur, Hofteigsbreiða, Tunguval, Dýjanes, Rimahylur og Bátsvað eru iðandi af lífi en laxa má sjá á öllum þekktari veiðistöðum. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Óvænt truflun á veiðistað Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði
Það er óhætt að segja að það gangi vel að ná í stórlaxa í klakið í Eystri Rangá en yfir 150 laxar eru komnir í klakveiðina nú þegar. Það er mikilvægt að ná þessum snemmgengnu stórlöxum til að rækta undan þeim en það skilar snemmgengnum stórlaxi aftur í ánna. Nú þegar er búið að ná 150 löxum í klakið og það bara með ansi léttri ástundun sem segir að það er greinilega nokkuð magn af laxi gegnin í Eystri Rangá. Laxarnir hafa verið að veiðast alveg upp á Fagradal á svæði 9 en á veiðistaðnum Tunguvaði sem er þar fyrir ofan veiddust til að mynda tveir laxar yfir 90 sm um helgina og vigtaði annar þeirra 10.2 kíló en 95 sm að lengd. "Það sem vekur athygli við tölfræðina núna er að þetta er allt vænn tveggja ára lax og hlutfallið um það bil 70-80% hrygnur sem segir manni yfirleitt að gangan sé bara rétt að byrja" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi. Eystri Rangá opnar 1. júlí og bíða veiðimenn sem eiga bókaða daga fyrstu dagana eftir því með mikilli eftirvæntingu því það er mikið af laxi á nokkrum stöðum. Tjarnarhylur, Hofteigsbreiða, Tunguval, Dýjanes, Rimahylur og Bátsvað eru iðandi af lífi en laxa má sjá á öllum þekktari veiðistöðum.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Óvænt truflun á veiðistað Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði