Lífið

Þessir þættir eiga að fylla skarð Game of Thrones

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þeir sem hafa lesið bókina Westworld eftir Michael Crichton geta mögulega útskýrt fyrir þér hvaða stimpil hægt er að setja á samnefnda þætti sem HBO framleiðir og teknir verða til sýninga í október. Þáttunum er ætlað að fylla það skarð sem Game of Thrones skilur eftir sig þegar sýningum þáttanna lýkur næstkomandi sunnudag.

Westworld er samsuða spaghettí-vestra og vísindaskáldskapar og fjalla þættirnir um framúrstefnulegan skemmtigarð fyrir fullorðna. Þar mætast vélmenni og sexhleypur, knæpur og geimskip og er þáttanna beðið með töluverðri eftirvæntingu. Sagan hefur áður verið fest á filmu, í samnefndi kvikmynd frá 1973 og þótti myndin heppnast með ágætum.

Hér að ofan má sjá stiklu fyrir þættina en meðal þeirra sem koma að gerð þeirra er Jonathan Nolan sem átti hlut í handritum stórmynda á borð við Interstellar, Memento og Dark Knight-þríleikinn. 

Meðal leikarar eru Anthony Hopkins, Ed Harris, Evan Rachel Wood og Sidse Babbet Knudsen sem gerði garðinn frægan sem Birgitte Nyborg í dönsku Borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×