Formaður Vinstri grænna vill draga skattabreytingar til baka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:49 Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira