Landsliðsþjálfarinn setur allt sitt traust á stelpur úr GR og Keili á EM á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 17:15 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er sá kylfingur íslenska liðsins sem er efst á WAGR heimslista. Mynd/Golfsamband Íslands Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Á mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu. Frakkar hafa titil að verja á þessu móti en Frakkar hafa fagnað Evrópumeistaratitlinum í undanförnum tveimur keppnum. Um tuttugu þjóðir senda lið til keppni og verða keppendur um 120 alls. Sex kylfingar skipa hvert lið. Síðast fór EM kvenna fram í Helsingør í Danmörku. Íslenska sveitin endaði í 19. sæti. Sunna Víðisdóttir úr GR endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni í Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 11. sæti árið 2009 og er það besti árangur Íslendings í einstaklingskeppninni á EM eftir því sem best er vitað. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hafði ekki valið landsliðið þegar Golf á Íslandi ræddi við hann um væntingar hans og markmið liðsins fyrir EM. Einn kylfingur tryggði sér öruggt sæti í liðinu með því að sigra á úrtökumótinu sem haldið var fyrir kvennaliðið líkt og hjá karlaliðinu. Þar voru leiknar 72 holur á Urriðavelli og sú sem var á besta skorinu tryggði sér sæti í A-landsliðinu. „Ég er með hófstilltar væntingar fyrir þetta mót. Það væri frábært að komast í hóp 8 efstu í A-riðli en þá þyrfti allt að ganga upp hjá okkur. Við vorum aðeins tveimur höggum frá því að komast í A-riðilinn fyrir tveimur árum og það getur allt gerst á svona móti," sagði Úlfar í viðtalinu. Úlfar hefur valið EM lið Íslands en í því eru þrír kylfingar úr GR og þrír kylfingar úr GK. Þess ber að geta að atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru ekki gjaldgengar í þessa keppni fyrir áhugakylfinga. Stúlknalandslið Íslands verður við keppni á EM á sama tíma og yngstu afrekskylfingar landsins verða því ekki í A-landsliðinu að þessu sinni. „Ég geri ráð fyrir að Frakkar, Svíar, Þjóðverjar, Spánverjar og Ítalir verði í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn. Veðrið verður vonandi frábært en ef við fáum íslenskt sumarveður, rok og rigningu, þá gæti það hentað vel fyrir þjóðir á borð við England, Skotland og vonandi okkur Íslendingana líka,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.EM-lið Íslands sem keppir á heimavelli: Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfaraÞjálfari: Úlfar JónssonLiðsstjóri: Ragnar ÓlafssonÚrslit síðustu ára á EM kvenna: 2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland (2) – Ísland 19. sæti. 2014 Ljubljana, Slóvenía. Evrópumeistarar Frakkland (1) – Ísland 16. sæti. 2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn (5) – Ísland 17. sæti. 2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð (6) – Ísland 16. sæti. 2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (5) – Ísland 17. sæti. 2009 Bled, Slóvenía. Evrópumeistarar Þýskaland (1) – Ísland 16. sæti. 2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð (4) – Ísland tók ekki þátt. 2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (4) – Ísland tók ekki þátt. 2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn (3) – Ísland 15. sæti. 2003 Frankfurt, Þýskaland. Evrópumeistarar Spánn (2) – Ísland tók ekki þátt. 2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (3) – Ísland 16. sæti. 1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England (1) – Ísland tók ekki þátt. 1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð (2) – Ísland tók ekki þátt. 1995 Mílanó, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (1) – Ísland 17. sæti. 1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð (1) – Ísland 16. sæti. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Á mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu. Frakkar hafa titil að verja á þessu móti en Frakkar hafa fagnað Evrópumeistaratitlinum í undanförnum tveimur keppnum. Um tuttugu þjóðir senda lið til keppni og verða keppendur um 120 alls. Sex kylfingar skipa hvert lið. Síðast fór EM kvenna fram í Helsingør í Danmörku. Íslenska sveitin endaði í 19. sæti. Sunna Víðisdóttir úr GR endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni í Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 11. sæti árið 2009 og er það besti árangur Íslendings í einstaklingskeppninni á EM eftir því sem best er vitað. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hafði ekki valið landsliðið þegar Golf á Íslandi ræddi við hann um væntingar hans og markmið liðsins fyrir EM. Einn kylfingur tryggði sér öruggt sæti í liðinu með því að sigra á úrtökumótinu sem haldið var fyrir kvennaliðið líkt og hjá karlaliðinu. Þar voru leiknar 72 holur á Urriðavelli og sú sem var á besta skorinu tryggði sér sæti í A-landsliðinu. „Ég er með hófstilltar væntingar fyrir þetta mót. Það væri frábært að komast í hóp 8 efstu í A-riðli en þá þyrfti allt að ganga upp hjá okkur. Við vorum aðeins tveimur höggum frá því að komast í A-riðilinn fyrir tveimur árum og það getur allt gerst á svona móti," sagði Úlfar í viðtalinu. Úlfar hefur valið EM lið Íslands en í því eru þrír kylfingar úr GR og þrír kylfingar úr GK. Þess ber að geta að atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru ekki gjaldgengar í þessa keppni fyrir áhugakylfinga. Stúlknalandslið Íslands verður við keppni á EM á sama tíma og yngstu afrekskylfingar landsins verða því ekki í A-landsliðinu að þessu sinni. „Ég geri ráð fyrir að Frakkar, Svíar, Þjóðverjar, Spánverjar og Ítalir verði í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn. Veðrið verður vonandi frábært en ef við fáum íslenskt sumarveður, rok og rigningu, þá gæti það hentað vel fyrir þjóðir á borð við England, Skotland og vonandi okkur Íslendingana líka,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.EM-lið Íslands sem keppir á heimavelli: Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfaraÞjálfari: Úlfar JónssonLiðsstjóri: Ragnar ÓlafssonÚrslit síðustu ára á EM kvenna: 2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland (2) – Ísland 19. sæti. 2014 Ljubljana, Slóvenía. Evrópumeistarar Frakkland (1) – Ísland 16. sæti. 2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn (5) – Ísland 17. sæti. 2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð (6) – Ísland 16. sæti. 2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (5) – Ísland 17. sæti. 2009 Bled, Slóvenía. Evrópumeistarar Þýskaland (1) – Ísland 16. sæti. 2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð (4) – Ísland tók ekki þátt. 2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (4) – Ísland tók ekki þátt. 2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn (3) – Ísland 15. sæti. 2003 Frankfurt, Þýskaland. Evrópumeistarar Spánn (2) – Ísland tók ekki þátt. 2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (3) – Ísland 16. sæti. 1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England (1) – Ísland tók ekki þátt. 1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð (2) – Ísland tók ekki þátt. 1995 Mílanó, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (1) – Ísland 17. sæti. 1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð (1) – Ísland 16. sæti.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira