Bjarta hliðin Þorvaldur Gylfason skrifar 30. júní 2016 07:00 Gyðingar segja sögu af svo hljóðandi símskeyti: „Hafðu áhyggjur. Stopp. Meira síðar.“ Þessi saga rifjast upp nú þegar meiri hluti brezkra kjósenda hefur ákveðið að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu. Þótt gengi brezka pundsins hafi hríðfallið við þessi tíðindi og hlutabréf víða um heim hafi einnig fallið í verði og mikil óvissa um framhaldið blasi við, þarf úrsögn Bretlands úr ESB ekki endilega að valda miklum skaða nema þá e.t.v. helzt heima fyrir.Sérstaða Englands Innganga Breta í ESB 1973 stöðvaði langvinna efnahagshnignun Bretlands eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku og færði þeim ýmislegt annað að auki, t.d. fágaða matarmenningu frá meginlandinu. Bretar hafa að ýmsu leyti verið hikandi í Evrópusamstarfinu og haldið fast í sérstöðu sína innan ESB, t.d. með því að semja um undanþágu frá upptöku evrunnar sem er inngönguskilyrði fyrir önnur lönd, með því að tengjast ekki Schengen-svæðinu með tilheyrandi frjálsræði við landamæravörzlu og einnig með því að leggjast gegn nánara samstarfi innan ESB á ýmsum sviðum. Hluti skýringarinnar á þessum sérþörfum Englendinga er að þeir horfa gjarnan til Norður-Ameríku af sögulegum ástæðum meðan Skotar horfa til Norður-Evrópu. Margir skozkir sjálfstæðissinnar telja því að Englendingar og Skotar myndu báðir njóta góðs af skilnaði. Skotar þurfa nú ekki að óttast að vera sakaðir um að kljúfa sig út úr Sameinaða konungdæminu með því að taka sér sjálfstæði. Skotland og Norður-Írland greiddu atkvæði gegn úrsögn úr ESB og það gerðu einnig Orkneyjar og Hjaltlandseyjar sem fylgja Skotlandi. Sumir telja að skozka þingið í Edinborg hafi lagalegan rétt til að beita neitunarvaldi gegn úrsögninni og kunni að reyna það í ljósi yfirgnæfandi andstöðu skozkra kjósenda gegn úrsögn.Hvort liðast frekar í sundur, Bretland eða ESB? Skotar geta nú með sanni sagt að Englendingar hafi vísað þeim á dyr. Það er sjaldgæft að ríki riðlist með þessum hætti. Hitt er algengara að fámennari þjóðir heimti skilnað eins og t.d. þegar Bangladess sagði skilið við Pakistan 1971. Líklegt virðist að Skotar herði á sjálfstæðiskröfum sínum til að geta verið áfram í ESB. Norður-Írland gæti þá e.t.v. einnig ákveðið að sameinast Írlandi í sama tilgangi. Eftir stæði þá England ásamt Wales umlukið ESB-löndum: Skotland í norðri, Írland í vestri, Frakkland í suðri og Belgía, Holland, Þýzkaland og Danmörk í austri. ESB hefur komizt ágætlega af með Sviss í slíkri stöðu í hjarta Evrópu og gæti trúlega með líku lagi höndlað England utan sinna vébanda án þess að veikjast til muna. ESB gæti jafnvel gengið betur að styrkja innviði sína þegar Englendingar með sína sérstöðu eru horfnir frá borði. Sviss hefur að sönnu vegnað vel á eigin vegum utan ESB. Ekki er víst að England njóti hliðstæðrar velgengni þar eð Bretland gekk í ESB m.a. til að brjótast úr fari langvinnrar efnahagshnignunar. Sameinaða konungdæmið frá 1707 gæti því liðazt í sundur. Ólíklegt virðist að svipuð örlög bíði ESB. Fyrstu viðbrögð við úrslitum atkvæðagreiðslunnar á Bretlandi benda til hiks af hálfu þeirra sem mæltu fyrir úrsögn. Óvíst er að svo búnu hvort kjósendur í öðrum ESB-löndum myndu telja ráðlegt að fara að dæmi Breta. Tíminn sker úr því.England og Bandaríkin England getur reynt að halda sínu striki með því að rækta enn frekar sérstakt samband sitt við Bandaríkin. Þar er þó ekki á vísan að róa frekar en í Evrópu. Bandaríkin hafa dregizt aftur úr ýmsum Evrópulöndum sé árangur í efnahagsmálum metinn með víðtækari mælikvörðum en þjóðartekjum á mann, einkum með því að taka menntun, heilbrigði, vinnuálag og ójöfnuð með í reikninginn. Sameinuðu þjóðirnar birta lífskjaravísitölur reistar á kaupmætti þjóðartekna á mann, menntun og heilbrigði (e. Human Development Index) ýmist án tillits til misskiptingar eða með tilliti til hennar. Sé litið fram hjá misskiptingu svo sem algengast er skipuðu Bandaríkin 8. sæti listans 2014 og Frakkland 22. sætið. Sé misskipting tekin með í reikninginn falla Bandaríkin niður í 28. sæti listans en Frakkland heldur 22. sætinu þar eð skipting lífsgæðanna er jafnari þar en í Bandaríkjunum. Misskipting dregur Bandaríkin niður. Engum dytti í hug að meta verðbréf með því að skoða ávöxtunina eina og horfa fram hjá áhættunni. Með líku lagi virðist eðlilegt að reisa mat á kaupmætti þjóðartekna á mann, menntun og heilbrigði m.a. á því hvernig þessum gæðum er skipt milli fólks. Þarna leitast Sameinuðu þjóðirnar við að ryðja brautina að víðtækari og innihaldsríkari lífskjarakvörðum en tíðkazt hafa hingað til. Við það batnar ásýnd Evrópu eins og hún birtist í hagtölum. Það er umhugsunarefni einnig handa Englendingum. Mestu skiptir þó hitt að ESB er friðarsamband. Það er ábyrgðarhluti fyrir fornfrægt stórveldi að snúa baki við sambandi sem lagt hefur svo mikið af mörkum til að tryggja framfarir, frið og frelsi í Evrópu frá stríðslokum 1945.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Gyðingar segja sögu af svo hljóðandi símskeyti: „Hafðu áhyggjur. Stopp. Meira síðar.“ Þessi saga rifjast upp nú þegar meiri hluti brezkra kjósenda hefur ákveðið að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu. Þótt gengi brezka pundsins hafi hríðfallið við þessi tíðindi og hlutabréf víða um heim hafi einnig fallið í verði og mikil óvissa um framhaldið blasi við, þarf úrsögn Bretlands úr ESB ekki endilega að valda miklum skaða nema þá e.t.v. helzt heima fyrir.Sérstaða Englands Innganga Breta í ESB 1973 stöðvaði langvinna efnahagshnignun Bretlands eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku og færði þeim ýmislegt annað að auki, t.d. fágaða matarmenningu frá meginlandinu. Bretar hafa að ýmsu leyti verið hikandi í Evrópusamstarfinu og haldið fast í sérstöðu sína innan ESB, t.d. með því að semja um undanþágu frá upptöku evrunnar sem er inngönguskilyrði fyrir önnur lönd, með því að tengjast ekki Schengen-svæðinu með tilheyrandi frjálsræði við landamæravörzlu og einnig með því að leggjast gegn nánara samstarfi innan ESB á ýmsum sviðum. Hluti skýringarinnar á þessum sérþörfum Englendinga er að þeir horfa gjarnan til Norður-Ameríku af sögulegum ástæðum meðan Skotar horfa til Norður-Evrópu. Margir skozkir sjálfstæðissinnar telja því að Englendingar og Skotar myndu báðir njóta góðs af skilnaði. Skotar þurfa nú ekki að óttast að vera sakaðir um að kljúfa sig út úr Sameinaða konungdæminu með því að taka sér sjálfstæði. Skotland og Norður-Írland greiddu atkvæði gegn úrsögn úr ESB og það gerðu einnig Orkneyjar og Hjaltlandseyjar sem fylgja Skotlandi. Sumir telja að skozka þingið í Edinborg hafi lagalegan rétt til að beita neitunarvaldi gegn úrsögninni og kunni að reyna það í ljósi yfirgnæfandi andstöðu skozkra kjósenda gegn úrsögn.Hvort liðast frekar í sundur, Bretland eða ESB? Skotar geta nú með sanni sagt að Englendingar hafi vísað þeim á dyr. Það er sjaldgæft að ríki riðlist með þessum hætti. Hitt er algengara að fámennari þjóðir heimti skilnað eins og t.d. þegar Bangladess sagði skilið við Pakistan 1971. Líklegt virðist að Skotar herði á sjálfstæðiskröfum sínum til að geta verið áfram í ESB. Norður-Írland gæti þá e.t.v. einnig ákveðið að sameinast Írlandi í sama tilgangi. Eftir stæði þá England ásamt Wales umlukið ESB-löndum: Skotland í norðri, Írland í vestri, Frakkland í suðri og Belgía, Holland, Þýzkaland og Danmörk í austri. ESB hefur komizt ágætlega af með Sviss í slíkri stöðu í hjarta Evrópu og gæti trúlega með líku lagi höndlað England utan sinna vébanda án þess að veikjast til muna. ESB gæti jafnvel gengið betur að styrkja innviði sína þegar Englendingar með sína sérstöðu eru horfnir frá borði. Sviss hefur að sönnu vegnað vel á eigin vegum utan ESB. Ekki er víst að England njóti hliðstæðrar velgengni þar eð Bretland gekk í ESB m.a. til að brjótast úr fari langvinnrar efnahagshnignunar. Sameinaða konungdæmið frá 1707 gæti því liðazt í sundur. Ólíklegt virðist að svipuð örlög bíði ESB. Fyrstu viðbrögð við úrslitum atkvæðagreiðslunnar á Bretlandi benda til hiks af hálfu þeirra sem mæltu fyrir úrsögn. Óvíst er að svo búnu hvort kjósendur í öðrum ESB-löndum myndu telja ráðlegt að fara að dæmi Breta. Tíminn sker úr því.England og Bandaríkin England getur reynt að halda sínu striki með því að rækta enn frekar sérstakt samband sitt við Bandaríkin. Þar er þó ekki á vísan að róa frekar en í Evrópu. Bandaríkin hafa dregizt aftur úr ýmsum Evrópulöndum sé árangur í efnahagsmálum metinn með víðtækari mælikvörðum en þjóðartekjum á mann, einkum með því að taka menntun, heilbrigði, vinnuálag og ójöfnuð með í reikninginn. Sameinuðu þjóðirnar birta lífskjaravísitölur reistar á kaupmætti þjóðartekna á mann, menntun og heilbrigði (e. Human Development Index) ýmist án tillits til misskiptingar eða með tilliti til hennar. Sé litið fram hjá misskiptingu svo sem algengast er skipuðu Bandaríkin 8. sæti listans 2014 og Frakkland 22. sætið. Sé misskipting tekin með í reikninginn falla Bandaríkin niður í 28. sæti listans en Frakkland heldur 22. sætinu þar eð skipting lífsgæðanna er jafnari þar en í Bandaríkjunum. Misskipting dregur Bandaríkin niður. Engum dytti í hug að meta verðbréf með því að skoða ávöxtunina eina og horfa fram hjá áhættunni. Með líku lagi virðist eðlilegt að reisa mat á kaupmætti þjóðartekna á mann, menntun og heilbrigði m.a. á því hvernig þessum gæðum er skipt milli fólks. Þarna leitast Sameinuðu þjóðirnar við að ryðja brautina að víðtækari og innihaldsríkari lífskjarakvörðum en tíðkazt hafa hingað til. Við það batnar ásýnd Evrópu eins og hún birtist í hagtölum. Það er umhugsunarefni einnig handa Englendingum. Mestu skiptir þó hitt að ESB er friðarsamband. Það er ábyrgðarhluti fyrir fornfrægt stórveldi að snúa baki við sambandi sem lagt hefur svo mikið af mörkum til að tryggja framfarir, frið og frelsi í Evrópu frá stríðslokum 1945.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun