Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur Ó. 0-0 | Markalaust í fyrsta leik Willums í deildinni Stefán Árni Pálsson á Alvogen-vellinum skrifar 10. júlí 2016 18:45 vísir/hanna KR og Víkingur Ó. gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í Vesturbænum í dag.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var fyrsti deildarleikur Willum Þórs Þórssonar með KR liðið og náði hann ekki að stýra liðinu til sigurs á heimavelli. Bæði lið fengu tækifæri til að fara með stigin þrjú en allt kom fyrir ekki. KR-ingar því með tíu stig í deildinni en Víkingur Ó. er með 18 stig. Af hverju varð jafntefli ?Víkingar voru mjög skiplagðir og gáfu fá færi á sér. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi en það vantar ennþá upp á spilið á síðasta þriðjungi vallarins hjá vesturbæjarliðinu. Gestirnir frá Ólafsvík voru flottir í kvöld og spiluðu bara sinn leik. Það er ekki að ástæðulausu að liðið er með 18 stig í deildinni, nýliðarnir eru einfaldlega með gott lið og var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.Þessir stóðu upp úrÞorsteinn Már Ragnarsson var frábær í liði Víkinga í dag og lék KR-inga oft grátt. Hann virtist finna sig vel á sínum gamla heimavelli hér í vesturbænum. Óskar Örn Hauksson átti nokkra spretti fyrir KR og reyndi töluvert að skapa eitthvað. En í raun voru ekki margir leikmenn inni á vellinum sem áttu góðan dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR-inga hefur aðeins skánað en hann er ekki orðinn góður. Willum þarf að bæta spilið og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins, því KR verður að fara skora einhver mörk. Liðið hefur aðeins gert átta mörk í allt sumar í deildinni og það er alls ekki nægilega mikið. Víkingar verða kannski að nýta sín færi aðeins betur.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Fylkismönnum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar og þá verður liðið einfaldlega að vinna til að komast sér á strik. Víkingar mæta Blikum í rosalegum Evrópusætaslag og þar verður allt undir. Ejub og strákarnir hans eru komnir með 18 stig.Vísir/AntonEjub: Við erum ekkert farnir að setja okkur ný markmið „Ég er alltaf sáttur við stig,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik en í þeim fyrri erum við að elta allt of mikið. Við erum samt alltaf hættulegir í þessum leik og höfðum alltaf eitthvað til að ógna með.“ Ejub segir að hans menn hafði fengið betri færi í leiknum, þrátt fyrir að KR-ingar hafi gangi verið með yfirhöndina. „Við erum alls ekkert byrjaði að setja okkur ný markmið. Við ætlum okkur bara að halda okkur í deildinni og þegar það er komið þá verður mjög auðvelt að setja sér ný markmið.“Willum: Fín þróun í okkar leik „Maður er auðvitað ekkert sáttur með eitt stig hér á heimavelli og við ætluðum okkur þrjú,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum mjög meðvitaðir um það að við værum að spila á móti mjög góðu liði í dag sem er með sjálfstraustið í botni. Þeir spila sinn leik mjög vel í dag.“ Hann segir að Víkingar hafi allan leikinn verið fljótir að aðlagast þeirra færslum. „Mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum nánast allan tímann en þú getur aldrei verið rólegur þegar menn eins og Þorsteinn Már eru í liði andstæðingsins.“ Willum segir að liðið hefði unnið þennan leik 2-0 ef leikmenn liðsins væru með sjálfstraustið í botni. „Ég er samt ánægður með liðið og hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Kannski þegar upp er staðið verðum við ánægðir með þetta stig, það eru samt sigrarnir sem láta jafnteflin telja.“Þorsteinn reynir skot að marki.vísir/hannaÞorsteinn: Búinn að bíða lengi eftir þessum leik „Ég kannast vel við aðstæður hér og mér finnst bara gaman að koma hingað að spila. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga, eftir leikinn í dag. „Við fengum mjög góð færi í þessum leik og mér fannst þetta bara vera 50/50 leikur. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann, enda betri í því að halda bolta en við gátum alveg stolið stigunum þremur.“ Þorsteinn átti einn magnaðan sprett upp völlinn og gaf mjög góða fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga. Þá átti Tokic skalla á markið sem fór rétt framhjá. Atvikið gerðist undir lok leiksins og hefðu gestirnir geta stolið sigrinum. „Það hefði verið gaman ef hann hefði sett hann en ég er ekkert pirraður út í hann, hann bara skorar næst.“Willum var líflegur á bekknum að vanda.vísir/hannavísir/hanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
KR og Víkingur Ó. gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í Vesturbænum í dag.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var fyrsti deildarleikur Willum Þórs Þórssonar með KR liðið og náði hann ekki að stýra liðinu til sigurs á heimavelli. Bæði lið fengu tækifæri til að fara með stigin þrjú en allt kom fyrir ekki. KR-ingar því með tíu stig í deildinni en Víkingur Ó. er með 18 stig. Af hverju varð jafntefli ?Víkingar voru mjög skiplagðir og gáfu fá færi á sér. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi en það vantar ennþá upp á spilið á síðasta þriðjungi vallarins hjá vesturbæjarliðinu. Gestirnir frá Ólafsvík voru flottir í kvöld og spiluðu bara sinn leik. Það er ekki að ástæðulausu að liðið er með 18 stig í deildinni, nýliðarnir eru einfaldlega með gott lið og var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.Þessir stóðu upp úrÞorsteinn Már Ragnarsson var frábær í liði Víkinga í dag og lék KR-inga oft grátt. Hann virtist finna sig vel á sínum gamla heimavelli hér í vesturbænum. Óskar Örn Hauksson átti nokkra spretti fyrir KR og reyndi töluvert að skapa eitthvað. En í raun voru ekki margir leikmenn inni á vellinum sem áttu góðan dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR-inga hefur aðeins skánað en hann er ekki orðinn góður. Willum þarf að bæta spilið og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins, því KR verður að fara skora einhver mörk. Liðið hefur aðeins gert átta mörk í allt sumar í deildinni og það er alls ekki nægilega mikið. Víkingar verða kannski að nýta sín færi aðeins betur.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Fylkismönnum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar og þá verður liðið einfaldlega að vinna til að komast sér á strik. Víkingar mæta Blikum í rosalegum Evrópusætaslag og þar verður allt undir. Ejub og strákarnir hans eru komnir með 18 stig.Vísir/AntonEjub: Við erum ekkert farnir að setja okkur ný markmið „Ég er alltaf sáttur við stig,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik en í þeim fyrri erum við að elta allt of mikið. Við erum samt alltaf hættulegir í þessum leik og höfðum alltaf eitthvað til að ógna með.“ Ejub segir að hans menn hafði fengið betri færi í leiknum, þrátt fyrir að KR-ingar hafi gangi verið með yfirhöndina. „Við erum alls ekkert byrjaði að setja okkur ný markmið. Við ætlum okkur bara að halda okkur í deildinni og þegar það er komið þá verður mjög auðvelt að setja sér ný markmið.“Willum: Fín þróun í okkar leik „Maður er auðvitað ekkert sáttur með eitt stig hér á heimavelli og við ætluðum okkur þrjú,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum mjög meðvitaðir um það að við værum að spila á móti mjög góðu liði í dag sem er með sjálfstraustið í botni. Þeir spila sinn leik mjög vel í dag.“ Hann segir að Víkingar hafi allan leikinn verið fljótir að aðlagast þeirra færslum. „Mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum nánast allan tímann en þú getur aldrei verið rólegur þegar menn eins og Þorsteinn Már eru í liði andstæðingsins.“ Willum segir að liðið hefði unnið þennan leik 2-0 ef leikmenn liðsins væru með sjálfstraustið í botni. „Ég er samt ánægður með liðið og hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Kannski þegar upp er staðið verðum við ánægðir með þetta stig, það eru samt sigrarnir sem láta jafnteflin telja.“Þorsteinn reynir skot að marki.vísir/hannaÞorsteinn: Búinn að bíða lengi eftir þessum leik „Ég kannast vel við aðstæður hér og mér finnst bara gaman að koma hingað að spila. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga, eftir leikinn í dag. „Við fengum mjög góð færi í þessum leik og mér fannst þetta bara vera 50/50 leikur. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann, enda betri í því að halda bolta en við gátum alveg stolið stigunum þremur.“ Þorsteinn átti einn magnaðan sprett upp völlinn og gaf mjög góða fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga. Þá átti Tokic skalla á markið sem fór rétt framhjá. Atvikið gerðist undir lok leiksins og hefðu gestirnir geta stolið sigrinum. „Það hefði verið gaman ef hann hefði sett hann en ég er ekkert pirraður út í hann, hann bara skorar næst.“Willum var líflegur á bekknum að vanda.vísir/hannavísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira