Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Víkingur R. 2-2 | Varamennirnir í aðalhlutverkum undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 9. júlí 2016 19:30 Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víkinga. vísir/tómasþ FH og Víkingur R. skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik 10. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Víkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 0-1 að honum loknum. Þeir urðu reyndar fyrir miklu áfalli á 38. mínútu þegar Vladimir Tufegdzic fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Böðvari Böðvarssyni olnbogaskot. Einum fleiri tóku FH völdin í seinni hálfleik og Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin á 79. mínútu. Átta mínútum síðar kom varamaðurinn Atli Viðar Björnsson heimamönnum yfir með sínu þriðja marki í sumar. En Víkingar gáfust ekki upp og annar varamaður, Óttar Magnús Karlsson, jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði gestunum stig. FH-ingar eru enn á toppi deildarinnar en Fjölnismenn geta tekið toppsætið af þeim með sigri á Stjörnunni á mánudaginn. Víkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.Af hverju varð jafntefli? Jafntefli voru líklega sanngjörn úrslit í einum besta leik sumarsins. Víkingarnir eru þó eflaust mun sáttari með sína spilamennsku en FH-ingar sem léku undir pari í dag. Gestirnir pressuðu heimamenn hátt uppi á vellinum í fyrri hálfleik og eftir rauða spjaldið spiluðu þeir góðan varnarleik, nánast á teignum. En FH-ingar eiga ása uppi í erminni sem flest önnur lið eiga ekki. Kristján Flóki nýtti sér mistök Davíðs Arnar Atlasonar og svo gerði Atli Viðar það sem hann gerir best; koma inn á og skora mörk. En Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víkinga sem var það minnsta sem þeir áttu skilið úr leiknum.Þessir stóðu upp úr Arnþór Ingi Kristinsson var frábær fram að rauða spjaldinu. Hann fékk það hlutverk að gæta Davíðs Þórs Viðarssonar og límdi sig gjörsamlega á fyrirliða FH og lamaði þar með uppspil Íslandsmeistaranna. Eftir rauða spjaldið þurfti Arnþór að færa sig yfir á hægri kantinn og þá náðu FH-ingar betri tökum á leiknum. Róbert Örn varði tvisvar sinnum frábærlega í Víkingsmarkinu og var auk þess duglegur að sópa upp fyrir aftan vörnina. Alan Löwing, Halldór Smári Sigurðsson og Igor Taskovic áttu svo allir afbragðs góðan leik. Hjá FH voru færri sem áttu góðan dag. Atli Viðar átti flotta innkomu og Kristján Flóki var alltaf að og var verðlaunaður með marki.Hvað gekk illa? Uppspil FH-inga var slakt lengst af í fyrri hálfleik og þeim gekk illa að leysa pressu Víkinga. Þá var vörn Fimleikafélagsins veik fyrir boltum inn fyrir. Tufegdzic átti skot í stöngina snemma leiks eftir að hafa komist einn í gegn og fyrra mark Víkings kom einnig eftir stungusendingu inn fyrir. Leikur FH batnaði í seinni hálfleik og þeir byrjuðu hann af fínum krafti. Svo datt botninn úr leik þeirra en varnarmistök Víkinga komu þeim á bragðið og þeir skoruðu tvö mörk á átta mínútum. Þeir klikkuðu hins vegar í hornspyrnu í uppbótartíma og fengu á sig jöfnunarmark. Óumdeildur skúrkur leiksins er samt Vladimir Tufegdzic sem missti hausinn eitt augnablik og skildi félaga sína eftir í erfiðri stöðu. Þetta var þriðja rauða spjaldið sem Víkingar fá í sumar.Hvað gerist næst? FH-ingar fara til Dundalk á Írlandi og mæta heimamönnum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Þeir fara svo til Eyja og mæta ÍBV á laugardaginn og seinni leikurinn gegn Dundalk er svo miðvikudaginn 20. júlí. Nóg að gera hjá Hafnfirðingum þessa dagana. Víkingar eiga ekki leik aftur fyrr en gegn Þrótti 18. júlí. Það býr mikið í Víkingsliðinu en það þarf að vinna fleiri jafna leiki en það hefur gert til þessa í sumar.Heimir: Verðum ekki langlífir í Evrópukeppninni með svona spilamennsku Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-2 jafnteflinu gegn Víkingi í dag. En lítur hann á þetta sem tapað stig? „Já, úr því sem komið var. En holningin á liðinu var þannig að það var erfitt að sleppa með þetta. Eftir að við komumst í 2-1 héldum við boltanum ekki og vorum ekki nógu skynsamir,“ sagði Heimir eftir leik. „Við fengum það í andlitið og mark úr hornspyrnu, það segir allt sem segja þarf. Mér fannst Víkingarnir vinna fyrir þessu stigi.“ Gestirnir pressuðu FH-inga stíft í fyrri hálfleik og gerðu þeim erfitt um vik í uppspilinu. „Þeir pressuðu okkur og það var mest einn maður. Það var engin hreyfing á liðinu. Fyrri hálfleikur var langt frá því að vera góður og varnarlega vorum við ekki tilbúnir,“ sagði Heimir. „Þú þarft að mæta liðum í baráttu, við gerðum það ekki og þeir vildu þetta miklu meira í fyrri hálfleik. Heilt yfir vorum við ekki nógu góðir.“ FH-ingar hafa núnað tapað fjórum stigum á heimavelli gegn Víkingsliðunum eftir að hafa komist yfir í báðum leikjunum. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Við höfum spilað mjög vel upp á síðkastið en þetta var afturför og við þurfum að skoða það sem miður fór og reyna að laga það. Því ef við spilum svona á miðvikudaginn verðum við ekki langlífir í þessari Evrópukeppni,“ sagði Heimir og vísaði til leiksins gegn Dundalk í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á útivelli.Milos: Hann gat gefið honum rautt spjald Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, kunni Vladimir Tufegdzic litlar þakkir fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn FH í leik liðanna í Kaplakrika í dag. Víkingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og komust yfir á 10. mínútu með marki Garys Martin. En sjö mínútum fyrir hálfleik fékk Tufegdzic að líta rauða spjaldið hjá Þóroddi Hjaltalín fyrir að gefa Böðvari Böðvarssyni olnbogaskot. „Ég vil ekki tjá mig um dómgæslu en hann gat gefið honum rautt spjald,“ sagði Milos sem er svekktur út í Tufegdzic. „Þú vilt ekki einu sinni vita hvað ég myndi gera ef við værum í Serbíu. Því miður erum við ekki þar, eða sem betur fer fyrir hann. Þetta er þriðji leikurinn á þessu tímabili sem menn gera svona gloríur. „Það var brotið á honum en hann þarf að vera þroskaðari, orðinn 25 ára gamall, og standa þetta af sér. Þetta svar er fyrir UFC og þar látum við Gunnar Nelson eiga sig.“ FH-ingar skoruðu tvö mörk á átta mínútna kafla undir lok leiksins og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn. En Óttar Magnús Karlsson sá til þess að Víkingar færu heim með eitt stig þegar hann jafnaði metin á 93. mínútu. „Það er erfitt að segja hvort þetta var stig unnið eða tvö töpuð miðað við að þeir voru í yfirtölu í um 60 mínútur. Þrátt fyrir að vera betri aðilinn og fá betri færi er ég sáttur með stigið úr því sem komið var,“ sagði Milos. „Maður er alltaf sáttur að ná í eitt stig á þessum velli gegn þessu liði. Mér fannst við sprækari og þeir voru kannski með hugann aðeins við Evrópukeppnina sem er framundan hjá þeim. „Ég er ánægður með karakter minna leikmanna sem ég var ekki ánægður með eftir síðasta leik,“ sagði Milos að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
FH og Víkingur R. skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik 10. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Víkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 0-1 að honum loknum. Þeir urðu reyndar fyrir miklu áfalli á 38. mínútu þegar Vladimir Tufegdzic fékk að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Böðvari Böðvarssyni olnbogaskot. Einum fleiri tóku FH völdin í seinni hálfleik og Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin á 79. mínútu. Átta mínútum síðar kom varamaðurinn Atli Viðar Björnsson heimamönnum yfir með sínu þriðja marki í sumar. En Víkingar gáfust ekki upp og annar varamaður, Óttar Magnús Karlsson, jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði gestunum stig. FH-ingar eru enn á toppi deildarinnar en Fjölnismenn geta tekið toppsætið af þeim með sigri á Stjörnunni á mánudaginn. Víkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.Af hverju varð jafntefli? Jafntefli voru líklega sanngjörn úrslit í einum besta leik sumarsins. Víkingarnir eru þó eflaust mun sáttari með sína spilamennsku en FH-ingar sem léku undir pari í dag. Gestirnir pressuðu heimamenn hátt uppi á vellinum í fyrri hálfleik og eftir rauða spjaldið spiluðu þeir góðan varnarleik, nánast á teignum. En FH-ingar eiga ása uppi í erminni sem flest önnur lið eiga ekki. Kristján Flóki nýtti sér mistök Davíðs Arnar Atlasonar og svo gerði Atli Viðar það sem hann gerir best; koma inn á og skora mörk. En Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víkinga sem var það minnsta sem þeir áttu skilið úr leiknum.Þessir stóðu upp úr Arnþór Ingi Kristinsson var frábær fram að rauða spjaldinu. Hann fékk það hlutverk að gæta Davíðs Þórs Viðarssonar og límdi sig gjörsamlega á fyrirliða FH og lamaði þar með uppspil Íslandsmeistaranna. Eftir rauða spjaldið þurfti Arnþór að færa sig yfir á hægri kantinn og þá náðu FH-ingar betri tökum á leiknum. Róbert Örn varði tvisvar sinnum frábærlega í Víkingsmarkinu og var auk þess duglegur að sópa upp fyrir aftan vörnina. Alan Löwing, Halldór Smári Sigurðsson og Igor Taskovic áttu svo allir afbragðs góðan leik. Hjá FH voru færri sem áttu góðan dag. Atli Viðar átti flotta innkomu og Kristján Flóki var alltaf að og var verðlaunaður með marki.Hvað gekk illa? Uppspil FH-inga var slakt lengst af í fyrri hálfleik og þeim gekk illa að leysa pressu Víkinga. Þá var vörn Fimleikafélagsins veik fyrir boltum inn fyrir. Tufegdzic átti skot í stöngina snemma leiks eftir að hafa komist einn í gegn og fyrra mark Víkings kom einnig eftir stungusendingu inn fyrir. Leikur FH batnaði í seinni hálfleik og þeir byrjuðu hann af fínum krafti. Svo datt botninn úr leik þeirra en varnarmistök Víkinga komu þeim á bragðið og þeir skoruðu tvö mörk á átta mínútum. Þeir klikkuðu hins vegar í hornspyrnu í uppbótartíma og fengu á sig jöfnunarmark. Óumdeildur skúrkur leiksins er samt Vladimir Tufegdzic sem missti hausinn eitt augnablik og skildi félaga sína eftir í erfiðri stöðu. Þetta var þriðja rauða spjaldið sem Víkingar fá í sumar.Hvað gerist næst? FH-ingar fara til Dundalk á Írlandi og mæta heimamönnum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Þeir fara svo til Eyja og mæta ÍBV á laugardaginn og seinni leikurinn gegn Dundalk er svo miðvikudaginn 20. júlí. Nóg að gera hjá Hafnfirðingum þessa dagana. Víkingar eiga ekki leik aftur fyrr en gegn Þrótti 18. júlí. Það býr mikið í Víkingsliðinu en það þarf að vinna fleiri jafna leiki en það hefur gert til þessa í sumar.Heimir: Verðum ekki langlífir í Evrópukeppninni með svona spilamennsku Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í 2-2 jafnteflinu gegn Víkingi í dag. En lítur hann á þetta sem tapað stig? „Já, úr því sem komið var. En holningin á liðinu var þannig að það var erfitt að sleppa með þetta. Eftir að við komumst í 2-1 héldum við boltanum ekki og vorum ekki nógu skynsamir,“ sagði Heimir eftir leik. „Við fengum það í andlitið og mark úr hornspyrnu, það segir allt sem segja þarf. Mér fannst Víkingarnir vinna fyrir þessu stigi.“ Gestirnir pressuðu FH-inga stíft í fyrri hálfleik og gerðu þeim erfitt um vik í uppspilinu. „Þeir pressuðu okkur og það var mest einn maður. Það var engin hreyfing á liðinu. Fyrri hálfleikur var langt frá því að vera góður og varnarlega vorum við ekki tilbúnir,“ sagði Heimir. „Þú þarft að mæta liðum í baráttu, við gerðum það ekki og þeir vildu þetta miklu meira í fyrri hálfleik. Heilt yfir vorum við ekki nógu góðir.“ FH-ingar hafa núnað tapað fjórum stigum á heimavelli gegn Víkingsliðunum eftir að hafa komist yfir í báðum leikjunum. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Við höfum spilað mjög vel upp á síðkastið en þetta var afturför og við þurfum að skoða það sem miður fór og reyna að laga það. Því ef við spilum svona á miðvikudaginn verðum við ekki langlífir í þessari Evrópukeppni,“ sagði Heimir og vísaði til leiksins gegn Dundalk í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á útivelli.Milos: Hann gat gefið honum rautt spjald Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, kunni Vladimir Tufegdzic litlar þakkir fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn FH í leik liðanna í Kaplakrika í dag. Víkingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og komust yfir á 10. mínútu með marki Garys Martin. En sjö mínútum fyrir hálfleik fékk Tufegdzic að líta rauða spjaldið hjá Þóroddi Hjaltalín fyrir að gefa Böðvari Böðvarssyni olnbogaskot. „Ég vil ekki tjá mig um dómgæslu en hann gat gefið honum rautt spjald,“ sagði Milos sem er svekktur út í Tufegdzic. „Þú vilt ekki einu sinni vita hvað ég myndi gera ef við værum í Serbíu. Því miður erum við ekki þar, eða sem betur fer fyrir hann. Þetta er þriðji leikurinn á þessu tímabili sem menn gera svona gloríur. „Það var brotið á honum en hann þarf að vera þroskaðari, orðinn 25 ára gamall, og standa þetta af sér. Þetta svar er fyrir UFC og þar látum við Gunnar Nelson eiga sig.“ FH-ingar skoruðu tvö mörk á átta mínútna kafla undir lok leiksins og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn. En Óttar Magnús Karlsson sá til þess að Víkingar færu heim með eitt stig þegar hann jafnaði metin á 93. mínútu. „Það er erfitt að segja hvort þetta var stig unnið eða tvö töpuð miðað við að þeir voru í yfirtölu í um 60 mínútur. Þrátt fyrir að vera betri aðilinn og fá betri færi er ég sáttur með stigið úr því sem komið var,“ sagði Milos. „Maður er alltaf sáttur að ná í eitt stig á þessum velli gegn þessu liði. Mér fannst við sprækari og þeir voru kannski með hugann aðeins við Evrópukeppnina sem er framundan hjá þeim. „Ég er ánægður með karakter minna leikmanna sem ég var ekki ánægður með eftir síðasta leik,“ sagði Milos að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira