Gallsúr mjólk Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Sama stofnun sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls fyrir tveimur árum en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 6.júní síðastliðnum um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum segir meðal annars, að frumvarpið þarfnist gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Frumvarpið komi í veg fyrir eða takmarki bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt segir, að frumvarpið komi í veg fyrir að minni vinnslu- eða afurðastöðvar eflist og dafni. Þetta eru stór orð og vægast sagt stórfurðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig við víðsýni á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, skuli taka þátt í því með samstarfsflokknum að festa hér í sessi enn frekar einokun og fákeppni á þessum markaði næstu árin og áratugina. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú fagnar niðurstöðunni. Hann fullyrðir í fréttum að Mjólkursamsalan hafi í raun verið með þaulskipulagða aðför að keppinautum sínum. Hann boðar skaðabótamál gegn MS, þar sem farið verði fram á hundruð milljóna í bætur. Forstjóri MS boðar áfrýjun á málinu, engir sjóðir séu til í félaginu sem hægt er að ganga í til að greiða svona sektir. Slíkar upphæðir kæmu einungis úr vösum neytenda. Er það boðlegur málflutningur? Það virðist ekki vera að forsvarsmönnum MS þyki neitt að því að okra á keppinautum og neytendum í skjóli stjórnvalda. Þeir svara fullum hálsi, eins og þeirra er von og vísa. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir einungis olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki stjórnarmanns Samtaka verslunar- og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Mjólkursamsalan hefur verið sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til keppinautanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS, sem sagt sjálfs sín, og Kaupfélags Skagfirðinga, samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Sama stofnun sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls fyrir tveimur árum en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 6.júní síðastliðnum um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum segir meðal annars, að frumvarpið þarfnist gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Frumvarpið komi í veg fyrir eða takmarki bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt segir, að frumvarpið komi í veg fyrir að minni vinnslu- eða afurðastöðvar eflist og dafni. Þetta eru stór orð og vægast sagt stórfurðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sem kennir sig við víðsýni á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, skuli taka þátt í því með samstarfsflokknum að festa hér í sessi enn frekar einokun og fákeppni á þessum markaði næstu árin og áratugina. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú fagnar niðurstöðunni. Hann fullyrðir í fréttum að Mjólkursamsalan hafi í raun verið með þaulskipulagða aðför að keppinautum sínum. Hann boðar skaðabótamál gegn MS, þar sem farið verði fram á hundruð milljóna í bætur. Forstjóri MS boðar áfrýjun á málinu, engir sjóðir séu til í félaginu sem hægt er að ganga í til að greiða svona sektir. Slíkar upphæðir kæmu einungis úr vösum neytenda. Er það boðlegur málflutningur? Það virðist ekki vera að forsvarsmönnum MS þyki neitt að því að okra á keppinautum og neytendum í skjóli stjórnvalda. Þeir svara fullum hálsi, eins og þeirra er von og vísa. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir einungis olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki stjórnarmanns Samtaka verslunar- og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun