Íslensk stúlka þótti lík khaleesi og fór á flug á Reddit Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 22:24 Ástrós Vera segir að hún hafi ekki séð einn Game of Thrones þátt og því þekkir hún ekki afdrif Daenerys. mynd/hbo/reddit „Þetta var á laugardaginn. Ég var að vinna, þeir komu inn, fannst ég vera lík khaleesi og vildu fá mynd af okkur vegna þess,“ segir Ástrós Vera Hafsteinsdóttir í samtali við Vísi.Svona lítur myndin út sem fór á flug á Reddit fyrir skemmstu.Umrædd mynd sýnir Ástrósu ásamt ferðamanni á vinnustað hennar, Public House. Ferðamaðurinn setti myndina inn á vefsíðuna Reddit.com og þar fór hún á nokkurt flug. Ástrós segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem henni er líkt við drottninguna. Khaleesi, eða Daenerys Targeryen, er persóna í bókaflokki G.R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Eftir bókunum hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem eru einhverjir þeir allra vinsælustu frá upphafi en þar er Daenerys leikin af hinni bresku Emiliu Clarke. Ástrós segir að hún hafi ekki merkt það að mjög margir hafi séð myndina. „Vinkonur mínar bentu mér á þetta en annars hefur lítið gerst. Fyrir utan að Instagramið mitt tók smá kipp.“ Ástrós hefur stundað nám í Menntaskólanum að Laugarvatni en færir sig í haust yfir í Fjölbrautarskólann við Ármúla. Hún stefnir á að skipta yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð um áramóti. Aðspurð segist hún vilja læra sem flest tungumál og ferðast um heiminn að menntaskóla loknum. „Frá því að ég byrjaði í menntaskóla þá hefur verið sagt við mig öðru hvoru að ég sé lík henni,“ segir Ástrós. Þrátt fyrir það þá hefur hún ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og veit því ekki í hvaða ævintýrum tvífari hennar hefur lent. „Það hefur verið á listanum. Kannski ég byrji að horfa bráðum.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Þetta var á laugardaginn. Ég var að vinna, þeir komu inn, fannst ég vera lík khaleesi og vildu fá mynd af okkur vegna þess,“ segir Ástrós Vera Hafsteinsdóttir í samtali við Vísi.Svona lítur myndin út sem fór á flug á Reddit fyrir skemmstu.Umrædd mynd sýnir Ástrósu ásamt ferðamanni á vinnustað hennar, Public House. Ferðamaðurinn setti myndina inn á vefsíðuna Reddit.com og þar fór hún á nokkurt flug. Ástrós segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem henni er líkt við drottninguna. Khaleesi, eða Daenerys Targeryen, er persóna í bókaflokki G.R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Eftir bókunum hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem eru einhverjir þeir allra vinsælustu frá upphafi en þar er Daenerys leikin af hinni bresku Emiliu Clarke. Ástrós segir að hún hafi ekki merkt það að mjög margir hafi séð myndina. „Vinkonur mínar bentu mér á þetta en annars hefur lítið gerst. Fyrir utan að Instagramið mitt tók smá kipp.“ Ástrós hefur stundað nám í Menntaskólanum að Laugarvatni en færir sig í haust yfir í Fjölbrautarskólann við Ármúla. Hún stefnir á að skipta yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð um áramóti. Aðspurð segist hún vilja læra sem flest tungumál og ferðast um heiminn að menntaskóla loknum. „Frá því að ég byrjaði í menntaskóla þá hefur verið sagt við mig öðru hvoru að ég sé lík henni,“ segir Ástrós. Þrátt fyrir það þá hefur hún ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og veit því ekki í hvaða ævintýrum tvífari hennar hefur lent. „Það hefur verið á listanum. Kannski ég byrji að horfa bráðum.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43