Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og verðandi forsetaefni Demókrataflokksins. Nordicphotos/AFP „Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Sjá meira
„Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Sjá meira