Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 18:01 „Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07