Lífið

Wannabe er 20 ára

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hluti myndbandsins er tekinn upp á sama stað og upphaflega myndbandið var.
Hluti myndbandsins er tekinn upp á sama stað og upphaflega myndbandið var. Vísir/Getty
Nú eru liðin 20 ár síðan Kryddpíurnar skutust á sjónarsviðið með slagaranum Wannabe. Í kjölfar þess hafa bresku stúlkurnar í Spice Girls gert nýtt myndband sem á að undirstrika svokallaðan „stúlkukraft“ eða Girlpower eins og þær kalla það á frummálinu.

Myndbandið sýnir afar fjölþjóðlegan kokteil sterkra stúlkna sem syngja og dansa við lag Spice Girls með svipuðum hætti og þær gerðu í upphaflega myndbandi lagsins. Inn á milli birtist svo á veggjum, strætóum eða hurðum skilaboð sem stuðla að jafnrétti kynjanna.

Skilaboðin eru; „endum ofbeldi gegn stúlkum“, „gæðamenntun fyrir allar stelpur“, „endum barnabrúðkaup“ og „jöfn laun fyrir jafna vinnu“.

Í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar

Myndbandið er unnið í samvinnu við The Global Goals sem er verkefnistofa innan Sameinuðu þjóðanna sem leggur áherslu á aðgerðir til þess að auka samvitund á milli landa á meðal yngri kynslóðarinnar.

Kryddpíurnar tóku virkan þátt í gerð myndbandsins og virðast afar stoltar af framtakinu og voru duglegar við að deila myndbandinu á Facebook síðum sínum í dag.

Hér fyrir neðan er svo upphaflega myndbandið frá 1996 til samanburðar.


Tengdar fréttir

Mel B ýjar að endurkomu Spice Girls

Tengdadóttir Íslands segir að það væri allt að því dónalegt ef stúlkurnar fögnuðu ekki 20 ára afmæli sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.