TheGaroStudios á Youtube hafa nú gert nokkurs konar yfirlitsmyndband fyrir Tyrion Lannister, sem hefur þurft að þola ansi mikið. Það er óhætt að segja að þarna megi finna nokkur „gæsahúðarmóment“, ef svo má að orði komast.
Augljóslega ætti fólk sem hefur ekki horft á alla þættina ekki að horfa á þetta myndband nema það vilji mögulega láta skemma fyrir sér.
Jon Snow hefur farið lengra en allir aðrir. Hann fæddist bastarður, veit ekki að hann er af tveimur ættum konunga, hefur þurft að myrða vini sína, var myrtur af vinum sínum, endurlífgaður og er nú orðinn konungur Norðursins eftir að hafa drepið mann sem átti ekki einn vin.
Hægt er að sjá þau hér að neðan.