Góð veiði á bleikju í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2016 09:30 Þingvallavatn var lengi í gang í sumar en síðustu daga hefur veiðin heldur betur tekið við sér. Það er oft þannig að þegar það gerir bjarta og sólríka daga er morgunveiðin og kvöldveiðin oft feyknagóð í Þingvallavatni. Þegar það er talað um morgun og kvöldveiði er besti tíminn til að mynda á morgnana frá 6:00 til 10:00 og svo tekur veiðin oft aftur við sér á kvöldin frá 19:00 og til miðnættis. Það veiðist alveg bleikja líka yfir hábjartann daginn en ekkert í þeim mæli sem hún gerir kvölds og morgna. Þjóðgarðurinn er að gefa mjög vel og allir þekktir veiðistaðir inni og vel það. Um helgina var mikil umferð á t.d. Öfugsnáða og Pallinum en málið er að núna er góð bleikjugengd um allann þjóðgarð og það er um að gera að prófa sig áfram á sem flestum stöðum. Þetta er besti tíminn í vatninu núna og hann varir í 2-3 vikur í viðbót en svo minnkar takan alltaf þegar nær dregur hrygningu. Veiðimenn sem eru duglegir að stunda vatnið tala um að bleikjan sé mun vænni en í fyrra og að það sé mun meira af henni. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Þingvallavatn var lengi í gang í sumar en síðustu daga hefur veiðin heldur betur tekið við sér. Það er oft þannig að þegar það gerir bjarta og sólríka daga er morgunveiðin og kvöldveiðin oft feyknagóð í Þingvallavatni. Þegar það er talað um morgun og kvöldveiði er besti tíminn til að mynda á morgnana frá 6:00 til 10:00 og svo tekur veiðin oft aftur við sér á kvöldin frá 19:00 og til miðnættis. Það veiðist alveg bleikja líka yfir hábjartann daginn en ekkert í þeim mæli sem hún gerir kvölds og morgna. Þjóðgarðurinn er að gefa mjög vel og allir þekktir veiðistaðir inni og vel það. Um helgina var mikil umferð á t.d. Öfugsnáða og Pallinum en málið er að núna er góð bleikjugengd um allann þjóðgarð og það er um að gera að prófa sig áfram á sem flestum stöðum. Þetta er besti tíminn í vatninu núna og hann varir í 2-3 vikur í viðbót en svo minnkar takan alltaf þegar nær dregur hrygningu. Veiðimenn sem eru duglegir að stunda vatnið tala um að bleikjan sé mun vænni en í fyrra og að það sé mun meira af henni.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði