Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2016 13:41 Gunnar Hrafn söðlar um, úr fréttasettinu og gengur til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira